Örplasts ekki hreinsað í skólpkerfum á Íslandi

Heimild:  mbl

 

Dælustöð og hreinsistöð FaxaskjóliEng­ar höml­ur eru á los­un örplasts með skólpi á Íslandi, líkt og í ná­granna­lönd­un­um Svíþjóð og Finn­landi. Af­leiðing­in er sú að Íslend­ing­ar losa út mun meira magn plastagna með skólpi.

Matís hef­ur unnið skýrslu um mál­efnið í nor­rænu sam­starfi við Sænsku um­hverf­is­rann­sókn­ar­stofn­un­ina (IVL) og Finnsku um­hverf­is­stofn­un­ina (SYKE) og Aalto-há­skól­ann í Finn­landi.

Hrönn Jör­unds­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Matís, stóð að gerð skýrsl­unn­ar, en hún hef­ur kynnt niður­stöður henn­ar fyr­ir bæði um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar og borg­ar­ráði. „Við skoðuðum skólp­hreins­istöðvar og tók­um ann­ars veg­ar Klettag­arðastöðina og skólp­hreins­istöðina í Hafnar­f­irði. Það sem við sáum, og kom okk­ur raun­ar ekki á óvart, var að eina hreins­un­in sem er fram­kvæmd á þess­um stöðum er grófsí­un. Þegar maður er að skoða agn­ir sem eru minni en milli­metri og niður í hundrað míkrómetra, sjá­um við að stöðvarn­ar eru ekki að stöðva þess­ar agn­ir. Þær fara í gegn­um stöðina og út í um­hverfið,“ seg­ir Hrönn í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu.

Fleira áhugavert: