Verða Vaðlaheiðargöng virkjuð ?

Heimild:   ruv  visir

 

vadalheidargong a

Ekki er búið að útiloka að hægt verði að nýta vatnið úr Vaðlaheiðargöngum. Þetta segir framkvæmdastjóri Norðurorku. Hann segir þó ekki hægt að taka neina ákvörðun um hvort hægt sé að nýta vatnið fyrr en hægt verður að komast almennileg að því.

Í apríl byrjaði kallt vatn að streyma inn í Vaðlaheiðargöngin austan megin og til að byrja með var rennslið á vatninu um sex hundruð lítrar á sekúndu. Enn streymir vatn inn í göngin en dregið hefur úr því og er streymið nú um 150 lítrar á sekúndu.

Helgi Jóhannesson

Helgi Jóhannesson

Helgi Jóhannesson framkvæmdarstjóri Norðurorku sagði í vor að áhugi væri á að kanna hvort ekki væri hægt að nýta vatnið sem neysluvatn á Akureyri og í Eyjafirði. Helgi sagði í samtali við Fréttastofu í dag að ekki væri búið að útiloka það að nýta vatnið úr göngunum. Hinsvegar væri ekki hægt að svara neinu um það fyrr en hægt verður að fara á staðinn og skoða þetta betur, en það hefur enn ekki verið hægt ennþá vegna vatnsflaums.

Helgi segir það spennandi kost að nýta vatnið ef það er hægt. Dæmi eru um að vatn sem hefur komið fram við gangagerð hafi verið nýtt sem neysluvatn eins og til dæmis í Vestfjarðargöngunum. Helgi segir þó aðstæður fyrir norðan gjörólíkar þeim fyrir vestan og því sé ómögulegt að segja til um hvort raunhæft sé að nýta vatnið.

Búið er að grafa um 48 prósent af heildarlengd Vaðlaheiðarganga. MYND/VALGEIR

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *