Eru íslendingar heimsmeistarar í „lapsusum“?

Heimild:   ruv

 

Stefán Arnórsson prófessor emerítus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands segir að sigið hafi á ógæfuhliðina eftir að farið var að virkja með raforkusölu til stórkaupenda í huga.

Hér má heyra viðtalið í Speglinum 20.08.2015

 

„Það má kannski ekki segja það en ég álít að Íslendingar séu heimsmeistarar í klúðri (lapsusum),“ segir Stefán Arnórsson prófessor emerítus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

Ekki sé hægt að verja ofnýtingu háhitasvæða til raforkuframleiðslu með því að þekking hafi ekki legið fyrir á því hvernig standa skuli að virkjun þeirra til raforkuframleiðslu, sú þekking hafi legið fyrir lengi. Stefán álítur Íslendinga heimsmeistara í klúðri á því sviði.

Stefán segir Íslendinga hafa nýtt jarðhita lengi og á hagkvæman hátt til húshitunar, en sigið hafi á ógæfuhliðina eftir að farið var að virkja með raforkusölu til stórkaupenda í huga.

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *