Ný hótelherbergi í Reykjavík til 2018 – 50% fjölgun

Heimlild:   ruv

 

Ekkert lát er á upppbyggingu nýrra hótela og á næstu þremur árum er gert ráð fyrir að hótelherbergjum í höfuðborginni fjölgi um 50 prósent.

Það fer varla fram hjá fólki sem á leið um miðbæinn að hann er að taka hröðum breytingum. Út um allt er verið að rífa niður gamlar byggingar til að rýma fyrir hótelum.

Nú stefnir í að nærri fjórði hver byggði fermetri í kvosinni verði hótel, en þá hefur hámarkinu sem borgin setti á hótel á þessu svæði.

Í lok þessa árs verða ríflega 3.900 hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt yfirliti Reykjavíkurborgar yfir þau verkefni sem nú eru á teikniborðinu mun herbergjunum fjölga um þrjú til fjögur hundruð á ári til 2019, en þá verða þau ríflega 5.300.

Á þessu korti sést að fyrirhuguð uppbygging verður sem endaranær áfram miðsvæðis í Reykjavík, og flest hótelin vestan Snorrabrautar.

Langstærstu verkefnin eru 250 herbergja hótel á Hlíðarenda, sem kynnt var í vikunni og margumrætt fimm stjörnu Marriot-hótel við hlið Hörpu. Meðal annarra stórra verkefna er 160 herbergja hótel í Landsímahúsinu sem hefur fengið vinnuheitið Icelandair Parliament. Þá má nefna 150 herbergja Center Hotel á Hlemmi, 115 herbergja Hilton Canopy-hótel á Hverfisgötu einnig verður Grand Hotel stækkað og þá bætast við 100 herbergi.

Hús gamla Iðnaðarbankans við Lækjargötu verður rifið til að víkja fyrir nýju 100 herbergja hóteli sem margir hafa gagnrýnt því það passi ekki inn í götumyndina.

Fyrir mánuði opnaði Hótel Skuggi 100 herbergja hótel á Hverfisgötu og á næstu vikum bætast við 60 herbergi hjá Icelandair Marina. Þá er nýtt 88 herbergja hótel í Þórunnartúni í undirbúningi og svona mætti lengi telja. Allt í allt bætast við 1.663 herbergi í Reykjavík til ársins 2018, gangi áætlanir eftir.

Fleira áhugavert: