Heitir pottar – Húðsýkingar af völdum pseudomonas-bakteríu sem lifir í heitu vatni

Heimild:  mbl

 

30.júlí 2008

heitir pottar 3HÚÐSÝKINGUM vegna slælegrar umhirðu heitra potta hefur fjölgað þónokkuð hér á landi.

Sýkingin er í flestum tilfellum af völdum pseudomonas-bakteríu sem lifir í heitu vatni. „Þetta er mjög þekktur sýkill í vatnsböðum. Þeir liggja gjarnan þar sem mikill hiti og raki fyrirfinnst, t.d. í pottlokum. Bakterían nær sér helst upp í vatni sem hefur staðið lengi. Það vinnur ekkert á henni nema klór, ef sýrustig er rétt,“ segir Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir. Vilhjálmur segist sjá nokkuð merkjanlega aukningu í húðsýkingum af völdum bakteríunnar og segist ekki hafa áður séð jafnmörg tilvik og í sumar. Um er að pseudomona bacteriaræða þrymlabólur með kláða og útbrot. Þessi útbrot vaxa tiltölulega hratt á nokkrum dögum. Oftast vinnur ónæmiskerfi líkamans á þessum sýkingum af sjálfu sér en í ákveðnum tilfellum, þegar um sýkingu í t.d. eyra er að ræða, eða öðrum stöðum þar sem exem var fyrir, getur sýkingin orðið erfiðari viðureignar. Bakterían þrífst vel í upp undir 40 stiga hita.

Oftast eru sýkingarnar afleiðing kunnáttuleysis á því hvernig eigi að beita hreinsiefnum eins og klór. Fólk er vant því að heita vatnið sjái um þetta, að sögn Vilhjálms.

Auðvelt er að fyrirbyggja það að bakterían skjóti upp kollinum í heitum potti með því að skipta reglulega um vatn og hreinsa pottana. Það er afar mikilvægt að fólk sé ekki að nota sama vatn aftur og aftur án hreinsunar.

Fleira áhugavert: