Fagverslanir lagna leigja aðeins fagmönnum vélar og verkfæri?

Heimild:  mbl

 

Mars 2014

snittvel

Manni ein­um sem ætlaði að leigja snitt­vél til þess að laga leka­vanda­mál var neitað um lán á vél­inni í versl­un sem hann fór í. Skýr­ing­in sem versl­un­in gaf var sú að meist­ara­fé­lag pípu­lagn­inga­manna hefði hótað versl­un­inni því að hætta í viðskipt­um við viðkom­andi versl­un ef þeir leigðu al­menn­ingi tækið.

Maður­inn undr­ar sig á þess­ari skýr­ingu á face­booksíðu sinni og bend­ir á að það séu fleiri starfs­stétt­ir sem nýti sér snitt­vél, til að mynda járn­smiðir, vél­virkj­ar, stálsmiðir og vél­stjór­ar, en hann er sjálf­ur með rétt­indi sem járn­smiður og vél­virki. Vél­in sé notuð til þess að vinna líka önn­ur efni en pípu­lagn­ingarör og það sé því ótækt að ein starfs­grein hindri aðrar lög­gilt­ar starfs­grein­ar frá því að nota verk­færi sem henta við þá vinnu sem aðrir vinni við.

„Það skipt­ir ekki máli hver hlust­ar á hvern en lagna­versl­an­ir eru farn­ar að taka þess­um hót­un­um og það er nú svo komið að Lagnala­ger­inn sel­ur ekki til al­menn­ings, ein­ung­is til píp­ara, Vatns­virk­inn og fleiri versl­an­ir eru farn­ar að apa þetta eft­ir (…) Versl­un­in þar sem ég varð fyr­ir þessu er Byko og var starfsmaður­inn al­veg miður sín að þurfa að koma svona fram við viðskipta­mann sem kem­ur inn í sak­leysi sínu til að leigja tæki,“ rit­ar maður á face­booksíðu sína.

Fleira áhugavert: