Saurgerlar finnast í 6,5% sýna frá vatnsveitum sem þjóna 500 íbúum eða færri

Heimild:  visir

 

drekka vatnSaurgerlar finnast í 6,5% sýna frá vatnsveitum sem þjóna 500 íbúum eða færri. Í skýrslu Matvælastofnunar frá apríl 2015 um gæði neysluvatns er lagt til að áhættuþættir séu metnir í nágrenni vatnsbóla, svo sem nálægð við rotþrær, hauga og olíutanka.
Efnafræðilegt ástand neysluvatns á Íslandi er almennt mjög gott og sjaldgæft að óæskileg efni séu yfir leyfðu hámarksgildi.
Meginhluti efnagreininga hefur verið gerður á vatni sem veitt er af vatnsveitum sem þjóna fleiri en 500 íbúum og hafa 99,7% þeirra sýna uppfyllt kröfur neysluvatnsreglugerðarinnar.

saurgerlarHins vegar greindist E.coli í 6,5% sýna frá vatnsveitum sem þjóna 500 íbúum eða færri. Lakast var ástandið á Austurlandi og Vestfjörðum, þar sem sagt er erfiðara að nálgast grunnvatn en í öðrum landshlutum.
Í skýrslunni er munur á gæðum stærri og minni vatnsveitna skýrður af miklum fjölda lítilla einkaveitna til sveita, þar sem frágangi vatnsbóla er enn ábótavant. Skýrsluhöfundar, María J. Gunnarsdóttir og Sigurður Magnús Garðarsson hjá Vatnaverkfræðistofu Háskóla Íslands, mælast til þess að leitað sé leiða til úrbóta og að við úrvinnslu gagna sé bætt við mati á áhættuþáttum í nágrenni vatnsbóla, s.s. nálægð við mengunaruppsprettur á borð við rotþrær, hauga og olíutanka.    

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *