Vestmannaeyjar – Varma­dæla við veitu­kerfi fjar­varma­veitu HS veitna

Heimild:  mbl

 

Vestmanneyjar

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir og Júlí­us Jóns­son, for­stjóri HS veitna, skrifuðu í dag und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu vegna upp­setn­ing­ar varma­dælu í Vest­manna­eyj­um. Verk­efnið snýst um að tengja varma­dælu við veitu­kerfi fjar­varma­veitu HS veitna í Vest­manna­eyj­um og nota sjó sem varma­gjafa. Gerð hef­ur verið út­tekt á verk­efn­inu og er ávinn­ing­ur af því tal­inn vera marg­vís­leg­ur; má nefna áætlaða a.m.k. 10% lækk­un á orku­verði til íbúa á næstu fimm árum.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu.

Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ing­unni er gert ráð fyr­ir aðkomu rík­is­ins með stofnstyrk til verk­efn­is­ins að fjár­hæð 300 millj­ón­ir króna, eða sem nem­ur áætluðum mis­mun á niður­greiðslum kyntr­ar veitu og beinn­ar raf­hit­un­ar í fjög­ur ár. Styrk­ur­inn er með fyr­ir­vara um samþykki Alþing­is á fjár­lög­um og verður hann greidd­ur í tveim­ur jöfn­um greiðslum á ár­un­um 2017 og 2018. Mark­mið verk­efn­is­ins er enn frem­ur að all­ir not­end­ur í Vest­manna­eyj­um verði tengd­ir inn á kerfið.

varmadaelaÍ skýrslu starfs­hóps sem skilaði til­lög­um til ráðherra í mars 2016 kem­ur fram að varma­dæl­ur geti dregið veru­lega úr raf­orkuþörf kyntra veitna og þar með lækkað rekstr­ar­kostnað um­tals­vert. Jafn­framt er í skýrsl­unni lagt til að skoðaðir verði mögu­leik­ar á því að ríkið veiti fjár­fest­inga­styrki til slíkra verk­efna og tryggi þar með rekstr­ar­um­hverfi veitn­anna, leggi þær út í slík­ar fjár­fest­ing­ar. Vilja­yf­ir­lýs­ing­in sem und­ir­rituð var í dag er í sam­ræmi við til­lög­ur skýrsl­unn­ar og í sam­ræmi við stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar á sviði orku- og um­hverf­is­mála.

„Mark­mið verk­efn­is­ins eru að tryggja orku­ör­yggi fjar­varma­veit­unn­ar í Vest­mann­eyj­um, gera hana hag­kvæm­ari í rekstri, tryggja rekst­ur­inn til lengri tíma án þess að um raf­hit­un sé að ræða og draga úr raf­orkuþörf veit­unn­ar um allt að 67%,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Með upp­setn­ingu varma­dælu er farið af skerðan­legri orku yfir á for­gangs­orku og fel­ur það bæði í sér aukið orku­ör­yggi (minni skerðing­ar) og kem­ur í veg fyr­ir ol­íu­notk­un, los­un gróður­húsaloft­teg­unda og um­hverf­is­meng­un sem ella kæmi til þegar raf­orka er skert.

Árleg­ur raf­orku­sparnaður við varma­dælu í Vest­manna­eyj­um er áætlaður um 45 GWh sem þýðir að um 7 MW losna í raf­orku­kerf­inu við til­komu varma­dæl­unn­ar.“

Fleira áhugavert: