Karahnjukavirkjun eKárahnjúkavirkjun er sem sagt stór á íslenskan mælikvarða en hún er alls ekki stærsta vatnsaflsvirkjun Evrópu. Eftir því sem næst verður komist trónir þar á toppnum virkjun í ánni Volgu í Rússlandi norðan borgarinnar Volgograd. Virkjunin var tekin í notkun árið 1961. Hverflarnir eru 22, uppsett afl 2.582,5 MW og er vinnslugetan 12.300 GWh á ári.Það eru fleiri lönd í Evrópu en Rússland sem eru með stærri vatnsaflsvirkjanir en finnast á Íslandi, til dæmis Rúmenía, Serbía, Sviss, Noregur, Svíþjóð og Spánn. Ekki tókst að finna upplýsingar um hvar í röðinni Kárahnjúkavirkjun er þegar virkjunum Evrópu er raðað eftir stærð.Vatnsaflsvirkjanir í Evrópu lenda ekki ofarlega á blaði þegar stærstu virkjanir heims eru skoðaðar. Stærsta vatnsaflsvirkjun jarðar er Þriggja gljúfra stífla í Jangtse-fljóti í Kína. Þar er uppsett afl 22,5 GW og árleg orkuvinnslugeta yfir 80 TWh. Kínverjar eru með margar stórar virkjanir og það sama má segja um Asíuhluta Rússlands, Brasilíu, Bandaríkin og Kanada eins og sjá má á lista yfir stærstu vatnsaflsvirkjanir heims á vefnum Wikipedia.