Skattlagning virkjana og flutningskerfa

Heimild:  visir

 

virkjanir

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur brugðist við óskum Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samorku og Samtaka orkusveitarfélaga um að skipa starfshóp til að ræða hugmyndir um breytta skattlagningu virkjana og flutningskerfa. Telja þessir aðilar mikilvægt að nærsamfélög fái sanngjarnar tekjur af þessum mannvirkjum í samhengi við umhverfis­áhrif þeirra.

Talið er að það auki líkur á samfélagslegri sátt um þróun í orkumálum ef nærsamfélög virkjana njóta sanngjarnrar hlutdeildar í tekjum sem skapast af raforkuframleiðslu, eins og kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins en starfshópurinn mun greina skattlagningu mannvirkja sem framleiða raforku eða flytja hana.

Fleira áhugavert: