Tvinn­bíl­ar taka flugið í Nor­egi

Heimild:  mbl

 

Júní 2016

tvinnbilar a

Tvinn­bíl­ar hafa sótt mjög í sig veðrið það sem af er ár­inu í Nor­egi og er sölu þeirra líkt við að hún sé kom­in í fluggír­inn. Einkum eru það ten­gilt­vinn­bíl­ar sem slegið hafa í gegn.

Fjórðung­ur allra ný­skrán­inga frá ára­mót­um eru fólks­bíl­ar með tvinnaflrás. Hafa 6.725 slík­ir komið á göt­una á ár­inu sem er 349% aukn­ing frá sama tíma­bili í fyrra, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá um­ferðar­stof­unni norsku.

Sömu­leiðis hef­ur orðið aukn­ing í sölu tvinn­bíla sem ekki eru tengj­an­leg­ir við hleðslu­stöðvar, eða 35%, sem jafn­gild­ir 4.980 ný­skráðum ein­tök­um.

Ástæða þess­ar­ar aukn­ing­ar er sögð sú, að mörg ný tvinn­bíla­mód­el hafi birst á markaði og einnig séu gjöld af þeim með þeim hætti að þessi bíla­teg­und er hag­stæðari í kaup­um og rekstri en bens­ín- og dísil­bíl­ar með sam­bæri­leg vélaraf­köst.

Til loka apríl var Mitsu­bis­hi Outland­er mest seldi tvinn­bíll­inn. Af hon­um fóru 1.832 ein­tök af 6.725. Voru 91% allra seldra Outland­er á tíma­bil­inu með tvinnaflrás. Vin­sæld­ir þessa tvinn­bíls eru rakt­ar til þess, að hann sé eini ten­gilt­vinnjepp­inn með drif á öll­um fjór­um hjól­um sem er að finna á norsk­um bíla­markaði.

Volkswagen Golf GTE er í öðru sæti yfir vin­sæl­ustu ten­gilt­vinn­bíla í Nor­egi en til aprílloka voru af­hent­ir 1.552 slík­ir. Tvinn­bíl­ar sem ekki er hægt að hlaða með taug eru í næstu sæt­um, Toyota Aur­is í 1.495 ein­tök­um, Toyota RAV4 í 1.290 ein­tök­um og Toyota Yari­os í 1.246. Í sjötta sæti er svo ten­gilt­vinn­bíll­inn Audi A3 með 812 ein­tök, Volkswagen Passat í sjö­unda með 618 og Toyota Prius ótengj­an­leg­ur með 524 ein­tök. Í ní­unda sæti er BMW X5 með 471 ein­tak og Volvo V60 með 344.

Fleira áhugavert: