Slím­dýr át sig inn í heila stúlku í vatnag­arði

mbl

fludasiglingar

Vatnag­arði í Norður-Karólínu hef­ur verið lokað eft­ir að ung stúlka lést af völd­um slím­dýrs eða amöbu sem át sig inn í heila henn­ar.

Stúlk­an sem lést var átján ára göm­ul. Hún er tal­in hafa kom­ist í snert­ingu við slím­dýrið í vatnag­arði í Char­lotte fyrr í þess­um mánuði, seg­ir í frétt Guar­di­an um málið. Þar var hún á ferðalagi ásamt hópi sem tengd­ist kirkj­unni í heimaríki henn­ar, Ohio. Smit­sjúk­dóma­yf­ir­völd segja að stúlk­an hafi lát­ist vegna fá­gætr­ar sýk­ing­ar sem slím­dýr, amaba, af teg­und­inni naegler­ia fowleri, veld­ur.

Slím­dýrið mann­skæða fannst í meiri­hluta þeirra 11 sýna sem tek­in voru úr vatni í garðinum.

amaba

Smella á myndir til að stækka

Ama­ban er al­geng í hlýj­um stöðuvötn­um, ám og heit­um upp­sprett­um á sumr­in. Hún er ekki hættu­leg ef hún er gleypt en fari hún inn í lík­ama fólks um nef horf­ir málið allt öðru­vísi við. Ama­ban er ein­frum­ung­ur og get­ur ekki lifað í salt­vatni. Hún get­ur held­ur ekki sýkt mann­eskju sem drekk­ur vatn sem er mengað af henni.

Sýk­ing­ar í heila verður vart um níu dög­um eft­ir að ama­ban kemst inn í lík­ama fólks. Ein­kenn­in eru m.a. höfuðverk­ur, hiti og upp­köst. Um fimm dög­um síðar deyr fólk en dán­ar­lík­ur af völd­um slíkr­ar heila­sýk­ing­ar eru mjög háar eða 97%.

Smit­sjúk­dóma­stofn­un Banda­ríkj­anna legg­ur áherslu á að mjög fá­gætt sé að sýk­ing vegna slím­dýrs­ins verði í mönn­um. Á síðustu 53 árum hafa aðeins 138 slík til­felli verið skráð í Banda­ríkj­un­um. Til sam­an­b­urðar hafa um tíu manns á dag drukknað í land­inu síðasta ára­tug­inn.

Fleira áhugavert: