Stofnfundur Eims – Bætt nýting orkuauðlinda og nýsköpun á Norðausturlandi

ruv

Stofnfundur Eims 

9.júní 2016

eimur

Smella á mynd til að sjá umfjöllun

Stofnfundur samstarfsverkefnisins Eims, um bætta nýtingu orkuauðlinda og nýsköpun á Norðausturlandi verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, fimmtudaginn 9. júní næstkomandi. Fundurinn stendur frá kl. 13 til 15. Boðið verður upp á kaffiveitingar að fundi loknum. Skráning fer fram á eimur.is

nordausturlandMarkmið verkefnisins er að stuðla að aukinni sjálfbærni samfélaga á NA-landi með bættri nýtingu auðlinda og aukinni þekkingu á samspili samfélags, umhverfis, auðlinda og efnahags. Með virkri starfsemi á þessu sviði er það framtíðarsýn verkefnisins að það muni auka getu svæðisins til að takast á við áskoranir 21. aldarinnar.

Verkefninu er ætlað að styðja við nýsköpunar- og rannsóknarstarfsemi á svæðinu, auka meðvitund almennings og fyrirtækja á málaflokknum og leiða að borðinu fyrirtæki, vísindamenn og aðra starfsemi sem fellur að markmiðum verkefnisins.

Fleira áhugavert: