Rotþró virkaði ekki sem skildi – þarf að vakta reglubundið

ruv

rotþro

Bakteríumengað vatn reyndist í prufu sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tók úr frárennsli skólpreinsikerfis Hótels Laxár við Mývatn. Við hótelið er þriggja þrepa hreinsikerfi, en við eftirlit kom í ljós mengun og að kerfið virkaði ekki sem skyldi.

Þorkell Björnsson, starfsmaður heilbrigðiseftirlitsins, segir að kerfið þurfi að vakta með reglubundnum hætti og svo virðist sem það hafi ekki verið gert. Edda Hrund Guðmundsdóttir, hótelstjóri, segir það ekki rétt. Við tæmingu kerfisins virðist sem gerð hafi verið mistök og þá fylltist hólf sem ekki á að fyllast.

Hún segir þetta hafa varað í um tvær vikur, en búið sé að koma þessu í lag og kerfið virki orðið eðlilega. Þorkell staðfestir það og segir að gerð verði úttekt á hreinsikerfinu eftir helgi.

Í reglugerð um verndun Mývatns og Laxár frá árinu 2012 er gerð krafa um að skólp á vatnasviðinu skuli hreinsað með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa. Hótel Laxá var fyrsta fyrirtækið við Mývatn þar sem reyndi á þessar reglur frá því þær tóku gildi.

Fleira áhugavert: