HS Veitur hagnast um 780 milljónir rekstrarárið 2015

Viðskiptablaðið

Hs veitur

Hagnaður HS Veitna dróst saman um 3,1% á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu sem fylgdi uppgjörinu kemur fram að hagnaðarsamdrátturinn skýrist alfarið af hækkun fjármagnsliða upp á 150 milljónir króna og hækkun annarra langtímaskulda um 82 milljónir króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði jókst um 127 milljónir króna og tekjur jukust um 10,8% á milli ára.

Tekjur síðasta árs námu 5,3 milljörðum króna, þar af vegna raforkudreifingar og flutnings 2,9 milljarðar, vegna sölu og dreifingar á heitu vatni 1,9 milljarðar, 551 milljónir króna og 498 milljónir vegna annarrar starfsemi. Kostnaðarverð sölu hækkaði um 10,3% á milli ára en helsta kostnaðaraukningin á milli tímabila er orkukaup og flutningsgjöld raforku um 240 milljónir króna á milli ára eða um 14,6%.hs veitur

Í tilkynningunni segir að fjárhagsstaða félagsins sé sterk og að horfur séu góðar. Áfram verður unnið að stækkun veitukerfa félagsins eftir því sem þörf krefur til að tryggja viðskiptavinum hámarks afhendingaröryggi.

Fleira áhugavert: