Húsavík – Byggja þarf 120 íbúðir

mbl

husvik

Gert er ráð fyr­ir að 200 íbú­ar flytj­ist til Húsa­vík­ur vegna upp­bygg­ing­ar kís­il­vers PCC á iðnaðarsvæðinu á Bakka og að þörf verði á um 120 nýj­um íbúðum vegna þess. Kem­ur þetta fram í hús­næðis­skýrslu sem ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Alta hef­ur unnið fyr­ir sveit­ar­fé­lagið Norðurþing og kynnt var síðdeg­is í gær.

Mik­ill hús­næðis­skort­ur er á Húsa­vík og markaður­inn hef­ur ekki verið virk­ur. For­svars­menn bæj­ar­fé­lags­ins leggja áherslu á að upp­bygg­ing­in verði far­sæl fyr­ir sam­fé­lagið og að dreg­inn verði lær­dóm­ur af reynslu annarra sveit­ar­fé­laga. Sér­stak­lega er litið til van­kanta sem upp hafa komið vegna upp­bygg­ing­ar í bæj­un­um á Aust­ur­landi.

 

husavik bakkiReit­ir í byggðinni í for­gangi

Í skýrsl­unni er lögð áhersla á að heild­ar­fram­boð þurfi að henta íbú­um á öll­um aldri og nauðsyn­legri þróun sam­fé­lags­ins. Gæta þurfi að sam­ræmi við yf­ir­bragð byggðar­inn­ar, styrkja það bú­setu­mynst­ur sem fyr­ir er, nýta vel innviði og tryggja að ekki verði of­fram­boð á markaði. Mesta þörf­in er á litl­um og meðal­stór­um íbúðum og talið mik­il­vægt að stýra deili­skipu­lags­vinnu í þá átt.

Mælt er með því að í fyrsta áfanga verði nýtt­ir sem mest reit­ir inni í byggðinni til upp­bygg­ing­ar. Þannig nýt­ist innviðir vel, tæki­færi gefst til að þétta byggðina og fjöl­breyti­leiki eykst.

Sér­stak­lega er bent á tvö upp­bygg­ing­ar­svæði, reit­ina og Skóg­ar­gerðis­mel, vegna staðsetn­ing­ar við hjarta bæj­ar­ins.

Fleira áhugavert: