Óvíst að bætt verði úr skorti á salernisaðstöðu ferðamanna í sumar

mbl

Wc

Alþingi samþykkti ný­verið að senda þings­álykt­un­ar­til­lögu um upp­bygg­ingu án­ingastaða Vega­gerðar­inn­ar við þjóðvegi til rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hreinn Har­alds­son vega­mála­stjóri sagði að á fundi með um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd hefði Vega­gerðin gert áætl­un um að setja upp bráðabirgðasal­erni á um 30 stöðum.

Stjórn­stöð ferðamála fékk EFLU verk­fræðistofu til að greina þörf­ina fyr­ir sal­erni fyr­ir ferðamenn. Í þeirri grein­ingu kom m.a. fram að vegna aðstöðuleys­is og fjölda gesta væri talið nauðsyn­legt að ráðast í úr­bæt­ur við Jök­uls­ár­lón, Goðafoss, Detti­foss, Selja­lands­foss, Grá­brók, Látra­bjarg, Hjálp­ar­foss, Dyr­hóla­ey og Kerið, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: