Mývatn – Byggja nýtt hótel og stækka annað verulega

ruv

Smella á mynd til að sjá umfjöllun

myvatn hotel

 

Miklar hótelbyggingar eru hafnar og í undirbúningi við Mývatn. Rúmlega 130 herbergi bætast við á næstu tveimur árum ef áformin ganga eftir. Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning nýs hótels við norðurenda Mývatns og stefnt er að verulegri stækkun annars í Reykjahlíð.

 Hótel Reykjahlíð verið starfrækt með níu herbergjum frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldar þegar erlendir ferðamenn voru bara lítið brot af því sem nú er. Nú hafa Icelandair Hotels eignast húsið og þau vilja stækka við sig. Hótelið er nú um 600 fermetrar en yrði tæplega 3.700 fermetrar þegar búið yrði að reisa gistiálmu með 43 herbergjum á tveimur hæðum. Deiliskipulagsbreyting verður kynnt á íbúafundi á mánudag. Ef af verður hefjast framkvæmdir næsta vor og hótelið tekur til starfa ári síðar.

myvatn hotel aJarðvegsvinna norðan Mývatns hófst á mánudag. Þar verður reist Fosshótel Mývatn með 91 herbergi fyrir gesti. Það verður 4.400 fermetrar á þremur hæðum. Tekið verður á móti fyrstu gestum í júní á næsta ári.

Ekki er búið að ganga frá því hvernig fráveitumálum hótelanna verður háttað en talsmenn beggja segjast leggja mikla áherslu á að vernda Mývatn. Þau hafa rætt við sveitarstjórn og aðra sem koma að umhverfismálum og óskað eftir samvinnu og samráði um hreinsistöðvar og fráveitumál. Fjármálaráðherra sagði í hádegisfréttum að ekki myndi standa á ríkinu að veita fé til að koma fráveitumálum á hreint.

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: