Hvað verður um milljónina sem launþegi vinnur sér inn?

veggurinn

peningar

Afar athygliverðar umræður um hversu stóran hlut ríki og verkalýðshreyfing (lífeyrissjóðir) taka af launum launþega í sinn hlut, hafa farið fram á Facebook vegg Vilhjálms Birgissonar verkalýðsleiðtoga á Akranesi. Nokkrar mismunandi útgáfur af þessum útreikningum gengu á milli manna, en á endanum kom Toggi Kristjánsson með útgáfu sem Vilhjálmur staðfesti að væri rétt. Hún er svona.

Launagreiðandi greiðir launþega eina milljón
Laun = 1.000.000
Til viðbótar greiðir launagreiðandin síðan
Mótframlag í lífeyrirssjóð = 80.000
Starfsmenntasjóðsgjald = 3.000
Mótframlag í verkalýðsgjöld = 12.500
Endurhæfingarsjóður = 1.300
Tryggingargjald = 79.380
Heildar kostnaður atvinnurekanda = 1.176.180, launagreiðandin greiðir því 17,6% ofan á launin sem gefin eru upp á launaseðlinum.

reikningarLaunþeginn fær sinn launaseðil og á honum kemur þetta fram.
Útborguð laun = 1.000.000, af þessari milljón er síðan dregið frá launþeganum
Félagsgjald = 10.000
Lífeyrissjóður = 40.000
Skattur = 323.778
Orlof (hann fær það að vísu seinna en samt, þá er hann að greiða sitt frí sjálfur) = 115.357
Samtals til greiðslu eftir frádrátt = 510.865

Launþeginn fær því í sinn vasa 510.865 af þeim 1.176.180 sem launagreiðandinn greiddi fyrir vinnuframlagið. Hann fær því 43,43% af launum sínum útborgað. Síðar fær launþeginn orlof sitt greitt þegar hann tekur sumarfrí. Með orlofinu fær launþeginn því 53,25% af launagreiðslu atvinnurekanda í sinn vasa.

Nokkur vitundarvakning virðist vera í gangi með það hversu fyrirferðamiklir lífeyrissjóðirnir eru í okkar samfélagi og hversu langt þeir ganga í buddu almennings ekki bara í gegnum lífeyrissjóðakerfið heldur ekki síst með fákeppnisstöðu á neitendamarkaði. Skrif Kristjáns Sigurðar Kristjánssonar í sama þræði endurspegla vel þessa vaxandi umræðu, hann skrifar:

„Dagvörusala í landinu er um það bil 160 milljarðar samkvæmt tölum Samkeppnisstofnunnar. Lífeyrissjóðirnir ráða með beinum hætti 60% markaðarins með 65% eign sinni í tveim stærstu matvörukeðjunum þrátt fyrir að forseti ASÍ segir að „við“ eigum ekki meirihluta. Að auki byrgja innflutnings og heildsölufyrirtæki lífeyrissjóðanna stærri hluta markaðarins sem fluttur er inn með skipafélagi sem lífeyrissjóðirnir ráða. Mín reynsla og könnun leiðir í ljós að þessi vara er 70-100% dýrari hér en í Danmörku. Ég minni á 5 milljarða hagnað Haga af sölu káls. Í raun ráða lífeyrissjóðirnir verði á þessum markaði, rök eru óþörf þegar þetta blasir við. Kostnaður heimilanna (íslandsálagið) vegna þessa eignarhalds og einokunnar er á bilinu 50-80 milljarðar sem er 500.000.- 1.000.000.- á hvert heimili.“

 

Heimild: Veggurinn

Fleira áhugavert: