Indverjarar ráðast í gríðar­mikið veitu­verk­efni

mbl

indland veitur

Stjórn­völd á Indlandi hyggj­ast ráðast í 20-30 ára verk­efni sem miðar að því að veita vatni frá norður- og vest­ur­hluta lands­ins til þurr­ari svæða í aust­ur- og suður­hlut­an­um. Verk­efnið fel­ur í sér að veita vatni úr ám á borð við Ganges og Bra­hmaputra, og byggja skurði til að tengja árn­ar Ken og Batwa, og Dam­anganga-Pinjal í vest­ur­hluta Ind­lands.

Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar segja að fram­kvæmd­irn­ar gætu mögu­lega haft hörmu­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér fyr­ir vist­kerfi á svæðinu. Fjár­hags­leg­ur kostnaður þeirra er áætlaður 207 millj­arðar punda.

Rík­is­stjórn for­sæt­is­ráðherr­ans Nar­endra Modi hef­ur kynnt verk­efnið sem lausn á land­læg­um vatns­skort en árum sam­an hafa ákveðin landsvæði orðið illa úti vegna þurrka. Meðal­hiti hef­ur farið hækk­andi og þá hef­ur fólks­fjölg­un aukið eft­ir­spurn­ina eft­ir vatni. Millj­ón­ir eru tald­ir án áreiðan­legr­ar vatns­upp­sprettu.

Sam­kvæmt frétt Guar­di­an er um að ræða nokk­urs kon­ar gælu­verk­efni Modi, sem á fyrstu mánuðunum í embætti end­ur­vakti hug­mynd um að tengja 30 ár víða um Ind­land. Sér­fræðing­ar og aðgerðasinn­ar hafa hins veg­ar gagn­rýnt verk­efnið en Dr. Latha An­antha, við Ri­ver Rese­arch Center, seg­ir fyr­ir­ætl­un stjórn­valda að end­ur­skipu­leggja landið.

indland veitur a„Hvað verður um sam­fé­lög­in, dýra­lífið, bænd­urna sem búa við árn­ar? Þau þurfa að horfa á ána ekki bara sem upp­sprettu vatns, held­ur heilt vist­kerfi,“ seg­ir An­antha um stjórn­völd. „Þau munu þurfa að grafa skurði alls staðar og ögra vist­kerfi lands­ins. Þetta er pen­inga­sóun og þau hafa of­metið vatns­magnið í ánum sem þau vilja veita annað.“

Verk­efnið hef­ur einnig vakið harka­leg viðbrögð í Bangla­desh, en það er talið munu hafa áhrif á 100 millj­ón­ir íbúa þar í landi, sem búa við Ganges og Bra­hmaputra og hafa lifi­brauð af ánum.

Ítar­lega frétt um málið er að finna hjá Guar­di­an.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: