Fimm eyj­ar sokkn­ar í sæ

mbl

salamoneyjar

Hækk­andi yf­ir­borð sjáv­ar og strandrof hafa valdið því að fimm eyj­ar Solomo­n­eyja hafa sokkið í Kyrra­hafið. Rann­sókn ástr­alskra vís­inda­manna sýn­ir að sex af­skekkt­ar rifs­eyj­ar til viðbót­ar hafa orðið fyr­ir veru­legu rofi. Ekki var búið á eyj­un­um fimm en ann­ars staðar hef­ur ágang­ur sjáv­ar eyðilagt tvö þorp.

Vís­inda­menn­irn­ir segja að eyj­arn­ar fimm hafi all­ar verið grón­ar rifs­eyj­ar sem voru allt að fimm hekt­ar­ar. Sjó­menn notuðu þær stund­um en ekki var búið á þeim.

Ótt­ast er að hækk­andi yf­ir­borð sjáv­ar vegna hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar muni sökkva lág­lend­um kór­alrifj­um í Kyrra­hafi í sæ. Á Solomo­n­eyj­um hef­ur yf­ir­borð sjáv­ar hækkað allt að þre­falt meira en heimsmeðaltal.

Rann­sókn­in get­ur nýst til að skilja hvernig vax­andi ágang­ur sjáv­ar mun hafa áhrif á ber­skjölduð landsvæði. Hún leiddi í ljós að rofið er mest þar sterk­ar öld­ur berja strönd­ina.

Yf­ir­völd á Solomo­n­eyj­um hafa þegar þurft að bregðast við. Flytja þurfti íbúa tveggja þorpa sem höfðu verið til að minnsta kosti frá ár­inu 1935 annað eft­ir að þau urðu öld­un­um að bráð. Taro, höfuðborg Choise­ul-héraðs, verður brátt fyrsta höfuðborg héraðs í heim­in­um til að flytja íbúa og þjón­ustu til vegna hætt­unn­ar á hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: