Ekki eðlilegt að ríkið hafi tekjur af klóaki – Áskorun um endurgreiðslu VSK fráveituframkvæmda Sveitarfélaga

visir

skolp

Bæjarráð Árborgar segir ekki eðlilegt að kostnaður við fráveituframkvæmdir skapi tekjustofn fyrir ríkissjóð í formi virðisaukaskatts.

Vegna umræðu undanfarna daga um fráveitumál sveitarfélaga og skaðsemi fyrir lífríki landsins segist bæjarráðið nú ítreka áskorun til stjórnvalda um að hefja aftur endurgreiðslu virðisaukaskatts á fráveituframkvæmdir sveitarfélaga eins og gert hafi verið á árunum 1995 til 2008. „Sú aðgerð myndi flýta verulega nauðsynlegum fráveituframkvæmdum sveitarfélaga sem eru verulega kostnaðarsamar.“

 

 

 

 

Heimild: Vísir

Fleira áhugavert: