Meindýrin og mennirnir – 4596 dýr felld eða handsömuð árið 2015

mbl

308 kvartanir vegna Rottu og 98 vegna músa

rotta

Alls bár­ust 406 kvart­an­ir um rottu og músa­gang til mein­dýra­varna Reykja­vík­ur á síðasta ári. Hver kvört­un þýðir a.m.k. fjór­ar ferðir til eft­ir­lits og skoðunar að meðaltali. Rott­um og mús­um var eytt á þeim stöðum sem kvart­an­ir bár­ust frá. Kvart­an­ir vegna músa voru 98 en vegna rottu 308. Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu mein­dýra­varna Reykja­vík­ur.

musFjór­ir starfs­menn unnu að mein­dýra­eyðingu allt árið. Af þess­um fjór­um var einn starf­andi við af­leys­ingu starfs­manns í veik­inda­leyfi og var hann í vinnu til sept­em­ber­loka. Einnig voru fjór­ir sum­ar­starfs­menn í vinnu frá maí til ág­úst og sinntu for­varn­ar­starfi þ.e. eitrun í hol­ræsa­brunna. Eitrað var í 5.775 hol­ræsa­brunna 1.205 kg af beitu þ.e. 6.025 stauk­ar, hver stauk­ur er 200 grömm. Í niður­föll og  í fjör­ur borg­ar­inn­ar var dreift 652 kg af beitu.

Kvört­un­um vegna rottu og músa fjölgaði um 44 frá síðasta ári. „Þess má þó geta að und­an­far­inn ára­tug hef­ur kvört­un­um sem borist hafa til Reykja­vík­ur­borg­ar verið að fækka þó aðeins hafi verið sveifl­ur í kvört­un­um milli ára,“ seg­ir í árs­skýrsl­unni.


Eng­ar kvart­an­ir vegna villidúfna

Þar seg­ir jafn­framt að fyr­ir nokkr­um árum hafi þjón­usta Mein­dýra­varna Reykja­vík­ur­borg­ar verið skert og út­köll­dufurum ekki sinnt eft­ir klukk­an 21 á kvöld­in og ekki um helg­ar eins og áður. Í út­köll­um á þeim tím­um þurfa borg­ar­bú­ar að hafa sam­band við sjálf­stætt starf­andi mein­dýra­eyða sem einnig hafa tekið að sér reglu­bundið mein­dýra­eft­ir­lit hjá fyr­ir­tækj­um.

Þess­ir áður­nefndu aðilar skila ekki af sér nein­um gögn­um um kvart­an­ir vegna mein­dýra til op­in­berra aðila þannig að þar er um að ræða eitt­hvert magn kvart­ana vegna rottu og músa sem vant­ar í heild­ar­mynd­ina. Í skýrsl­unni seg­ir jafn­framt að eng­in kvört­un hafi borist á síðasta ári um óþæg­indi af völd­um villidúfna.

 

kaninur20 kan­ín­ur skotn­ar

Tíu kvart­an­ir vegna kan­ína voru til­kynnt­ar og voru 20 kan­ín­ur skotn­ar. Þá voru fjór­ar kan­ín­ur sótt­ar sem ekið hafði verið á í ná­grenni við Stekkj­ar­bakka og víðar í borg­inni.

 

kottur188 kett­ir hand­samaðir

Vegna katta bár­ust 55 kvart­an­ir og var þeim öll­um sinnt og voru 188 kett­ir hand­samaðir og flutt­ir í Katt­holt, þar af voru um 100 kett­ir hand­samaðir á tveim­ur stöðum þar sem söfn­un katta hafði átt sér stað.

 

Veiddir 129 mink­arminnkur

Þá bár­ust 29 kvart­an­ir vegna minka á ár­inu og var þeim öll­um sinnt en einnig fer mein­dýra­eyðir með sérþjálfaða hunda að vori um þau svæði borg­ar­inn­ar sem þá er helst að finna og leit­ar þá uppi. Þá veidd­ist einnig all­mikið af mink í gildr­ur en um 70 gildr­ur eru í notk­un að jafnaði allt árið. Í þess­um aðgerðum náðust 129 mink­ar á ár­inu.


refur27 refir voru felldir

Eng­in kvört­un barst vegna refa í ár en þrjú refagreni voru unn­in af ráðnum grenja­skytt­um þetta árið og náðust sex full­orðin dýr og 21 yrðling­ur.

 

Skutu 3.553 varg­fuglamavur

Skotn­ir voru 3.553 varg­fugl­ar á ár­inu í borg­ar­land­inu og tek­in 663 egg.

 

geitungur95 geitungabú

84 kvart­an­ir bár­ust vegna 95 geit­unga­búa sem staðsett voru við göngu­stíga,leik­skóla,skóla og á opn­um svæðum í borg­inni og var þeim öll­um eytt.

 

Ýmis dýr handsömuð eða fjarðlægð

dyrÞá barst einnig fjöldi óska frá borg­ar­bú­um og lög­regl­unni í Reykja­vík um aðstoð við að hand­sama eða fjar­lægja ýmis dauð, særð eða lif­andi dýr víða í borg­inni eða 178 beiðnir.

Af þess­um 178 beiðnum voru 25 vegna katta sem voru flutt­ir dauðir á Dýra­spítal­ann í Víðidal þar sem þeir höfðu fund­ist víða í borg­inni eft­ir að ekið hafði verið á þá eða önn­ur óhöpp valdið dauða þeirra. Starfs­fólk Dýra­spítal­ans til­kynn­ir eig­end­um dýr­anna um af­drif þeirra ef dýr­in eru merkt.    

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: