Stórskipahöfn Finnafirði – Orkuframboð gerir Finnafjörð góðan kost

ruv

finnafjordur

Smella á myndir til að stækka

Áform þýska fyrirtækisins Bremenports um stórskipahöfn í Finnafirði voru rædd á fundi ríkisstjórnar í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var málið rætt en engin endanleg ákvörðun um fyrirhugaða viljayfirlýsingu tekin. Rætt var um að næstu skref yrðu varfærin og myndu snúast um könnun á fýsileika hafnar og iðnaðarsvæðis í Finnafirði. Engin bein fjárútlát til verkefnisins voru samþykkt í morgun.

Segja má að eftir fund ríkisstjórnar í morgun þokist málið nær því að viljayfirlýsing verði undirrituð. Eins og fram hefur komið hefur sveitastjórn Langanesbyggðar samþykkt breytingar á óundirritaðri viljayfirlýsingu sem áður hafði verið samþykkt í sveitarstjórn. Auk Langanesbyggðar er gert ráð fyrir að Vopnafjarðarhreppur, íslenska ríkið, og Bremenport GmbH & Co. KG komi til með að undirrita mögulega viljayfirlýsingu. Í henni yrði kveðið á um þátttöku sveitarfélaganna Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps í verkefninu og að þau tækju ekki á sig fjárhagslegar skuldbindingar vegna þess.

finnafjordur aÖruggt framboð af endurnýjanlegri orku á góðu verði er einn helsti kosturinn við að gera umskipunarhöfn fyrir norðurslóðasiglingar í Finnafirði á Langanesi. Þetta er mat sérfræðings á sviði norðurslóðamála.

Fraktsiglingar um Norður-Íshaf eru ofarlega á baugi North Meets East-ráðstefnunnar sem nú stendur yfir á Akureyri. Í dag var þar kynnt rannsókn á hve fýsilegur kostur stórskipahöfn í Finnafirði er, samanborið við aðrar tvær stórar norðurslóðahafnir, Múrmansk í Rússlandi og Kirkenes í Noregi.

Höfundurinn segir Finnafjörð koma vel út úr þeim samanburði að mörgu leyti, þó ekki öllu. Hafnir séu nú þegar á hinum tveimur stöðunum og farið sé um þar á þessari leið.

Auk þess séu ýmsir óvissuþættir sem þurfi að rannsaka betur og til skamms tíma sé stórskipahöfn í Finnafirði því ekki endilega góður kostur.

Kosturinn sé hinsvegar endurnýjanlegir orkugjafar og ódýrt rafmagn miðað við verðlag á meginlandi Evrópu.

Hvað aðra kosti varðar, til dæmis í Eyjafirði eða á Austfjörðum segir Bianca að tæknilegir erfiðleikar gætu fylgt því að stækka hafnir sem nú þegar eru til staðar.

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: