Hægfara og hljóðlát kyrking og eyðing í Mývatnssveit

bloggid

 

Omar Þ Ragnarsson

Ómar Þ Ragnarsson

Undanfarin 45 ár hefur einstakt lífríki Mývatns og Laxár þolað hljóðlátt líflát af mannavöldum.

Sótt hefur verið að vatninu og einstæðu lífríki þess og umhverfi úr þremur áttum.

Eins og títt er um slíkt fyrirbæri, byrjaði þetta frekar sakleysilega og fékk að viðgangast vegna þess að hagsmunaaðilum tókst að koma því þannig fyrir, að í stað þess að náttúran nyti vafans eftir að Kísiliðjan var reis 1970 var þessu snúið við.

Í hvert skipti, sem nokkuð það gerðist sem gæti þýtt lokun Kísiliðjunnar, varð það að stærstu fréttinni, kallað úlfur! úlfur! og fullyrt að lokun hennar myndi þýða endalok mannlífs og byggðar í Mývatnssveit.

kisiliðjan myvatni

Kísiliðjan sem hefur verið rifinn

Svo hætti Kísiliðjan loks starfsemi fyrir rúmum áratug af markaðsástæðum og mannlíf og byggð héldu sínu striki, – úlfurinn kom aldrei. Og það þótti ekki frétt.  En skaðinn var skeður: Stórfelld hnignun lífríkis vatnsins.
En nú kom tvenns konar vá til sögunnar í stað Kísiliðjunnar, annars vegar sprenging í ferðamannastraumi og hins vegar stórfelld áform um að gera austurbakka Mývatns og allt svæðið norðaustur af vatninu, allt norður í Gjástykki, að samfelldu virkjanasvæði.

Margföld umferð og umsvif við vatnið án viðhlítandi mótvægisaðgerða fær að viðgangast án þess að séð verði að nokkur hreyfi legg né lið.

Allir hugsa um það eitt að ná sem skjótfengnustum gróða, án nokkurra varnarráðstafana.

Og Landsvirkjun hefur ekki lagt til hliðar áform um 90 megavatta jarðvarmaraforkuvers skammt frá austurbakka vatnsins, og því síður áformaða aðför að Leirhnjúks-Gjástykkissvðinu í formi stórrar stækkunar Kröfluvirkjunar og eftirfylgni þess að samstarfsnefnd um skipulag miðhálendisins samþykkti einróma að Leirhnjúks-Gjástykkissvæðið skyldi verða að iðnaðarsvæði, virkjanasvæði.

Mat á umhverfisáhrifum virkjana á Kröflusvæðinu er þess eðlis með eindæmum er varðandi svæði sem á engan sinn líka á jörðinni, ekki heldur hér á landi.

myvatnssveit a

Smella á mynd til að stækka

Menn dreymir um fé og frama

í ferlegu umhverfisdrama,

með eyðingu og aðför 

við alvaldsins fótskör 

og öllum er andskotans sama

 

myvatn kjartan gardarson

Kjartan Garðarssonar – Smella á mynd til að sjá athugasemnd

 

 

 

 

 

Heimild: Blogg.is

Fleira áhugavert: