Fráveita mengar ennfrekar Mývatn

ruv

reykahlid myvatn

Reykjahlíðarþorpið og Mývatn

Oddviti Skútustaðahrepps segir að mikilvægt sé að koma á öflugu hreinsikerfi við Mývatn, en það sé sveitarfélaginu ofviða. Hann segir að ríkisvaldið sýni skilning, en sýni engin merki um að vilja leggja verkefninu lið.

Lífríkið í Mývatni og Laxá í Mývatnssveit og Kráká á undir högg að sækja vegna blágrænþörunga. Slíkt hefur gerst í gegnum tíðina í sveiflum, en sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að þörungatímabilið sé að lengjast. Hann sagði að sveitarfélagið ynni að því að koma upp hreinsistöð til að takmarka fráveitu í Mývatn. Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, segir að sveitarfélagið hafi unnið að því að fá greiningu, verðmat og hönnun á kerfi sem gæti þjónustað þorpið í Reykjahlíð.

„Hreinsikerfið með öllum lögnum og öllu sem sem þyrfti fyrir Reykjahlíðarþorpið það er nokkurn veginn á pari miðað við ársveltu sveitarfélagsins þannig að það er nokkuð ljóst að það er eitthvað sem sveitarfélagið ræður ekki við eitt og sér,“ segir Yngvi Ragnar.

myvatn b

Smella á myndir til að stækka

Hafið þið leitað til sveitarfélagsins um að það komi að þessu?“
„Já, já við höfum í tvígang farið á fund fjárlaganefndar og lagt fram þau plön sem við höfum og eins rætt við umhverisráðherra og mætum miklum skilningi.“
„En?“

„Við höfum hins vegar ekki fengið neitt á blaði um að einhver ætli að gera eitthvað með okkur.“

Yngvi Ragnar segist undrast að fólk sem telur sig mikla umhverfisverndarsinna vilji ekki leggja lóð á vogarskálarnar. Hann segir að samkvæmt reglugerð eigi að byrja á kerfi fyrir þorpið í Reykjahlíð, en ef skoða eigi allt svæðið sé það um það bil þrefalt stærra. Hann segir mjög mikilvægt að gengið sé í málið.

„Þetta er sá hluti sem við mannfólkið getum haft áhrif á. Við getum kannski ekkii haft mikil áhrif á hvað náttúran sjálf er að gera, þannig að út frá þeim punkti er þetta mjög mikilvægt mál“ segir Yngi Ragnar Kristjánsson oddviti Skútustaðahrepps.

Fleira áhugavert: