Rotta kom í kósettskál í Hlíðunum Reykjavík ..á jóladagsmorgun !

Heimild:  dv

rottur klosett

Ég vaknaði um sex leytið á jóladagsmorgun þar sem ég þurfti að fara að pissa,“ lýsir Járngrímur kraki Michelsen, en hann fékk óvænta heimsókn í íbúð sína í Hlíðunum á jóladag. Það var þó ekki í formi káts jólasveins sem smokraði sér niður skorsteininn, heldur var það svört rotta sem svamlaði um í klósettskálinni.

„Ég opnaði setuna og sá hana. Hún tók skyndilega stökk en mér tókst að loka setunni,“ lýsir Járngrímur í samtali við DV.

Járngrímur segist hafa þurft nokkrar sekúndur til þess að átta sig á aðstæðum, enda nývaknaður. Hann segist ekki hafa búist við slíkri heimsókn.

„Mér datt í hug að sturta bara niður, en ég kunni einhvern veginn ekki við það, enda mikill dýravinur,“ segir Járngrímur sem var fastur á milli steins og sleggju, enda þarf maður augljóslega að nota klósettið fyrr en síðar.
rotta a„Ég æddi því inn í herbergi, ég sótti hundinn, sem er blandaður labrador, og símann,“ segir Járngrímur. Hann tók sér svo stöðu við klósettið og safnaði í sig kjarki þar til hann opnaði setuna á ný. Hann vonaði svo að rottan gerði ekki aðra atlögu að því að brjótast út í frelsið, „maður vonaði eiginlega bara að veiðieðlið í hundinum kæmi í veg fyrir það að hún færi á eitthvað flakk,“ útskýrir hann svo.

„Rottan lá þá bara hreyfingalaus í skálinni, en maður gat vel séð að hún var enn lifandi,“ segir Járngrímur sem tók nokkrar myndir á símann og meðfylgjandi myndband.

Svo kunni ég nú ekki við að hafa setuna opna of lengi, þannig ég lokaði aftur og ákvað að gúggla bara vandamálið,“ segir Járngrímur. Blaðamaður spyr hann þá hvert leitarorðið hafi verið.

„Ég gúgglaði rat in a toilet,“ segir Járngrímur og hlær. Hann segir að fyrsta niðurstaðan hafi verið frétt um bandarískan mann sem var bitin í rassinn af rottu í klósettinu.
rotta bEftir nokkra stund ákvað hann að kíkja aftur ofan í klósettið. „Hún var þá bara horfin,“ segir Járngrímur en svo virðist sem rottan hafi leitað á vit nýrra ævintýra.

Járngrímur segist hafa haft samband við leigusalann og von sé á meindýraeyði á næstunni. Mönnum þykir líklegt að rör hafi farið í sundur og þannig hafi rottan komist alla leið upp í klósettið.

„Þetta er gamalt hverfi, og manni skilst að svona lagað sé ekki neitt sérstaklega óalgengt,“ segir Járngrímur.
Aðspurður hvort kvíði sæki ekki að honum þegar hann sest á skálina, svarar hann hlæjandi:

„Ég held raunar að rottuvandamálið væri leyst, ef ég hefði verið á klósettinu á sama tíma að gera númer tvö.“

Fleira áhugavert: