Ódýr íslensk orka og Alcoa gleðja Century

Orkubloggið

Febrúar 2016

orka odyr

Eftir að tap varð hjá Century Aluminum á öðrum ársfjórðungi liðins árs (2015) fóru að heyrast raddir um að fyrirtækið væri jafnvel að stefna í gjaldþrot.
Að vísu er augljóst að svo illa fer ekki nema álverð lækki ennþá meira. Sennilega þyrfti verðið að að vera nálægt eða jafnvel undir 1.400 USD/tonn í nokkuð langan tíma til að raunveruleg hætta skapist á að Century lendi í greiðslufalli. Vonandi gerist það ekki. Undanfarna mánuði hefur álverð á London Metal Exchange (LME) verið nálægt 1.500 USD/tonn. Þ.a. eigendur Century vona auðvitað að verðið fari ekki mikið neðar og fari helst að hækka sem fyrst.

Alcoa-Aluminum-Smelter-Wenatchee-USAÁlverð þyrfti reyndar ekki að hækka mikið til að Century sé í fínum málum. Og líkurnar á hækkandi álverði ættu að vera þokkalegar. Nokkur álfyrirtæki hafa upp á síðkastið verið að loka álverum og tilkynna um samdrátt í framleiðslu sinni.

Það hentar t.d. Century Aluminum afar vel, að nýlega ákvað Alcoa að draga úr framleiðslu um rúmlega 500 þúsund tonn og slökkva á álverinu kennt viðWenatchee í Washingtonfylki. Þar með gefst betra tækifæri fyrir önnur bandarísk álver að ná vopnum sínum. Og þ.á m. eru álver Century í Kentucky og Suður-Karólínufylki. Þess vegna er mögulegt að reyfarakaup geti leynst í því að kaupa hlutabréf í Century þessa dagana. En þar verður hver og einn að meta áhættuna.

Century-Alminum-Grundartangi-Low-Power-Tariffs_Report-2013Samkeppnin í álheiminum er hörð þessa dagana. Það er því mikilvægt fyrir Century að álver fyrirtækisins á Grundartanga, þ.e. álver Norðuráls, er að skila myljandi hagnaði. Grundartangaverið hefur reyndar um langt skeið verið helsta mjólkurkýr Century. Enda eru allir raforkusamningar fyrirtækisins álverinu afar hagstæðir (Norðurál kaupir rafmagn af HS Orku, Landsvirkjun og ON/OR).

Alkunnugt er að vegna lágs grunnverðs á raforkunni þar og álverðstengingar í orkusamningunum, skilar álverið á Grundartanga verulegu jákvæðu fjárflæði nánast án tillits til þess hversu langt niður álverð fer. Eins og skýrt kom fram hjá Century í skýrslu árið 2013, sbr. skjáskotið hér að ofan. Þetta fádæma lága raforkuverð Norðuráls tryggir að reksturinn þarna á Grundartanga er nánast áhættulaus fjárhagslega séð. Sem hlýtur að vera afskaplega þægilegur bissness að stunda.

Century-Aluminum-EPS_Q42014-Q42015Það er því tvennt sem gleður Century þessa dagana. Þar er annars vegar samdráttur Alcoa í Bandaríkjunum og hins vegar fádæma lágt raforkuverð sem Century nýtur á Íslandi.

Það er engu að síður staðreynd að þessa dagana er reksturinn hjá Century heldur erfiður og álver fyrirtækisins í Bandaríkjunum að skila óviðunandi afkomu. Á móti kemur að verð á áli þarf einungis að hækka óverulega til að Century komist aftur á beinu brautina.

 

 

Heimild: Orkubloggið

Fleira áhugavert: