Blýmengun í neysluvatni í borginni Flint Bandaríkjunum – Mis­tök yf­ir­valda og ábyrgðarskyldu þeirra

mbl

2016

Flint water

Bæj­ar­stjór­inn í bæn­um Flint í Michigan hef­ur lýst yfir neyðarástandi vegna blý­meng­un­ar í vatni. Niður­stöður rann­sókn­ar leiddu í ljós að tvö­falt fleiri börn mæl­ast nú með óvenju­mikið blý­magn í blóði eft­ir að bæj­ar­yf­ir­völd ákváðu að nota vatn úr Flint-ánni sem drykkjar­vatn í fyrra.

Áður en ákvörðunin var tek­in af fyrri bæj­ar­stjórn á síðasta ári fengu íbú­ar Flint vatn sitt frá Detroit-borg. Bæj­ar­stjórn­in hrökklaðist frá vegna óánægju með hvernig hún tók á vatns­mál­um bæj­ar­ins. Marg­ir bæj­ar­bú­ar ótt­ast að búið sé að eitra fyr­ir börn­un­um þeirra.

Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in seg­ir að blý hafi áhrif á þroska heila barna sem get­ur leitt til greind­ar­skerðing­ar, hegðunarrask­ana og skertr­ar náms­getu. Einnig get­ur blýeitrun valdið blóðleysi, háþrýst­ingi, nýrna­vanda­mál­um, ónæmiseitrun og eiturá­hrif­um á æxl­un­ar­færi. Tauga­fræðileg áhrif og hegðunarrask­an­ir af völd­um blýs eru tald­ar óaft­ur­kræf­ar.

flint aKar­en Wea­ver, bæj­ar­stjóri Flint, lýsti því yfir neyðarástandi í gær­kvöldi með þeim orðum að bær­inn hafi orðið fyr­ir ham­förum af manna­völd­um. Hún seg­ist ætla að leita til al­rík­is­stjórn­ar­inn­ar eft­ir aðstoð til að eiga við af­leiðing­arn­ar fyr­ir börn bæj­ar­ins. Þau muni þurfa á auk­inni sér­kennslu og geðheil­brigðisþjón­ustu að halda.

Nán­ast um leið og skipt var um vatn bæj­ar­ins í apríl í fyrra byrjuðu kvart­an­ir frá íbú­um að streyma inn. Sögðu þeir vatnið vera eins og ský að lit og lykta illa. Emb­ætt­is­menn bæj­ar­ins og Michigan-rík­is þrættu í fyrstu fyr­ir að vatnið væri óhollt en ríkið gaf síðar út viðvör­un um að styrk­ur klórefn­is í vatn­inu sem tengt hef­ur verið við krabba­mein og aðra sjúk­dóma væri yfir lög­leg­um mörk­um.

Eft­ir mót­mæli íbúa Flint ákvað rík­is­stjóri Michigan-rík­is loks að bær­inn fengi aft­ur vatn frá Detroit. Þaðan byrjaði vatnið aft­ur að streyma til Flint 16. októ­ber. Ótti bæj­ar­búa er hins veg­ar að skaðinn sé þegar skeður og blý­meng­un­in hafi var­an­leg áhrif á börn þeirra.

 

flint

Smella á mynd til að stækka

Dóms­málaráðherra Michigan rík­is hef­ur ákært þrjá í tengsl­um við vatns­meng­un­ina í borg­inni Flint. Um er að ræða tvo starfs­menn á um­hverf­is­sviði Michigan rík­is og einn starfs­mann borg­ar­yf­ir­valda í Flint. Starfs­menn um­hverf­is­sviðsins eru sakaðir um að hafa blekkt banda­rísk stjórn­völd og svo á borg­ar­starfsmaður­inn að hafa átt við niður­stöður próf­ana á vatn­inu.

Blý­meng­un í vatn­inu í borg­inni hafði áhrif á næst­um því 100.000 íbúa borg­ar­inn­ar en stærst­ur hluti íbú­anna býr við mikla fá­tækt.

Málið hef­ur vakið mikla at­hygli en blýið get­ur or­sakað hegðun­ar­vanda­mál í börn­um og gert þeim erfitt að læra. Þá hafa íbú­ar sagt frá ein­kenn­um eins og út­brot­um og hár­missi.

„Það var þeirra skylda að vernda heilsu fjöl­skyldna og íbúa Flint og þeim mistókst,“ sagði dóms­málaráðherr­ann Bill Schu­ette á blaðamanna­fundi í dag þegar hann sagði frá ákær­un­um.

Málið hef­ur vakið gríðarlega at­hygli en einnig reiði og snýst málið um miklu meira en mengað vatn held­ur þá frek­ar um mis­tök yf­ir­valda og ábyrgðarskyldu þeirra.

Ákær­urn­ar í dag eru tald­ar tákna lítið skref í átt að því að finna út hver ber ábyrgð á meng­un­inni sem hef­ur haft þessi al­var­legu áhrif.

Rík­is­stjóri Michigan, Rick Snyder, hef­ur lofað því að finna þá sem bera ábyrgð. Þá til­kynnti hann í vik­unni að hann myndi drekka síað vatn frá Flint næstu 30 dag­ana. Kallað hef­ur verið eft­ir  því að Snyder segi af sér vegna máls­ins en hann var spurður út í meng­un­ina á banda­ríska þing­inu í mars. Þar lofaði hann því að málið yrði rann­sakað í þaula.

 

Heimild:Mbl

Fleira áhugavert: