Reglugerðarbrot í Vatnsiðnaði – kastljós fjölmiðla „fjölmiðlalöggæslan“

logo heimur

 

Apríl 2016

snabjorn

Snæbjörn R Rafnsson höf.Vatnidnadur.net

Brot á reglugerð um varnir gegn mengun hafs og stranda

Samkvæmt reglugerð átti allt frárennsli að vera hreinsað fyrir lok árs 2005. Svo virðist sem reglugerðin hafi verið sett í salt og sannmælast menn um að framlengja frest til 2009. Árið 2013 beinist svo kastljós fjölmiðla á málið og menn vakna til ábyrgðar, mikið er rætt og ritað og ráðherra skipar nefnd til að kanna umfang brotanna og endurskoðun reglugerðarinnar. Stefnt var að því að nefndin myndi skila af sér drögum að nýrri reglugerð fyrri hluta árs 2014 eftir samráð við þá sem málið varðar. Hafa fjölmiðlar kannað hvað kom út úr þeirri vinnu núna þremur árum eftir nokkuð áhrifaríkt kastljós.

En skildi fjölmiðlalöggæslan vita að þetta er ekki eina alvarlega reglugerðarbrotið sem framið er í vatnsiðnaði hérlendis.

 

Brot á heilbrigðisreglum um neysluvatn

Heita vatnið sem við neytum daglega í krönunum okkar og í matvælaiðnaði er brot samkvæmt heilbrigðislögum. Hitaveituvatn er ekki flokkað sem neysluvatn og fylgir því ekki lögum/eftirliti um hollustuhætti og ætti því ekki að vera notað til neyslu eða blandað köldu neysluvatni til neyslu, en það er gert, þvert á ákvæði reglugerða. Þrátt fyrir þetta eru flest tæki hönnuð/uppsett á þann máta hérlendis að kalt neysluvatn er blandað hitaveituvatni í krönum landans og í matvælaiðnaði. Áhugavert væri að sjá viðbrögð ef kastljósi fjölmiðla yrði beint á þetta málefni með svipuðum hætti og rannsókn fjölmiðla á fráveitumálum. Líkt og með fráveitumálin þá virðast þeir sem að málin bera vilja taka á léttari lóðum.

 

reglurBrot á kröfum um hámarkshita neysluvatns

Heitt neysluvatn ætti að vera að hámarki 60-65°C í vöskum landans en er 70-80°C á flestum stöðum. Á Íslandi er hitastig hitaveituvatns hættulega hátt eins og margt oft hefur verið rætt og ritað og hræðileg brunaslysin hafa því miður alltof oft sýnt. Á árunum 2002-2005 voru komur á Landspítalann vegna vatnsbruna aðra hverja viku, 25 þessara einstaklinga voru mjög alvarlega slasaðir. Sett var af stað átak 2007 þar sem OR/Sjóvá/LSH vöktu fagaðila/almenning til umræðu/lausna með www.stillumhitann.is . Það stóð til að mæla árangur átaksins, 5 árum eftir brautargengi. Þetta reglugerðarbrot er enn stunduð og enn óleyst í flestum byggingum byggð fyrir 2005, hönnuðir fyrirskrifa varmaskipta í dag en þó ekki allir, þvert á ákvæði reglugerða. Það má fastlega gera ráð fyrir því að þó að menn lesi þetta og að brot séu þekkt þá þokist hægt við að bæta fyrir, þar sem farið hefur verið af leið. Nema kannski kastljósið verði óþægilega sterkt á ráðandi menn og ábyrgðaraðila.

Hvernig yrði tekið á málum ef lög og regla umferðamála mundi án afskipta, ítrekað horfa upp á að farið yrði yfir á rauðu með tilheyrandi slysatíðni og óreglu líkt og viðgengst í vatnsiðnaði. Þá þyrfti kannski fjölmiðlagæslu til „svona með heilbrigði landans og virðingu lagasetningar í huga„

Fleira áhugavert: