Rann­sókn­ir á virkjun Hestár og Hundsár í Súðavík­ur­hreppi

mbl

hesta

Hestá – Smella á myndir til að stækka

Orku­stofn­un hef­ur samþykkt um­sókn Vest­ur Verks ehf. um rann­sókn­ar­leyfi til könn­un­ar á hag­kvæmni hugs­an­legr­ar virkj­un­ar Hunds­ár í Skötuf­irði og Hestár í Hest­f­irði í Súðavík­ur­hreppi. Leyfið er til fjög­urra ára.

Verði reist stærri virkj­un en 10 MW á svæðinu verður þó að taka hana til skoðunar á vett­vangi ramm­a­áætl­un­ar. Virkj­un í Skötuf­irði er áætluð 17 MW og í Hest­f­irði 5-6 MW.

Tals­verðar rann­sókn­ir þarf að leggj­ast í áður en ráðist verður í virkj­ana­fram­kvæmd­ir á svæðinu. Aðeins eru t.d. stak­ar mæl­ing­ar til úr Hestá en nokkr­ar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir um flæði í og við Hestá.

skotufjordur  isafjrðardjup

 Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: