Norðlend­ing­ar ugg­andi vegna ramm­a­áætl­un­ar

mbl

rammaaetlun a

Þórólf­ur Gísla­son kaup­fé­lags­stjóri Skag­f­irðinga seg­ir Norðlend­inga ugg­andi yfir drög­um að loka­skýrslu þriðja áfanga vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un­ar, sem verk­efn­is­stjórn ramm­a­áætl­un­ar lagði fram í gær.

Þar er meðal ann­ars lagt til að í vernd­ar­flokk fari virkj­un­ar­kost­ir Héraðsvatna og Skjálf­andafljóts, þar sem ekki þykir rétt að ráðast í fram­kvæmd­ir. Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga á virkj­un­ar­rétt­indi í Héraðsvötn­um og ljóst er að þau fara for­görðum nái til­lög­urn­ar fram að ganga.

„Við fyrstu sýn virðist okk­ur sem stefn­an sé sú að virkja eigi ein­ung­is í þeim fall­vötn­um sem virkjuð eru fyr­ir, en annað eigi að friða,“ seg­ir Þórólf­ur í sam­tali við mbl.is.

 

Gamla brúin yfir ós Vestari-Héraðsvatna í Skagafirði.

Gamla brú­in yfir ós Vest­ari-Héraðsvatna í Skagaf­irði. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Staða Norður­lands virki­lega veik

„Per­sónu­lega finnst mér þetta al­veg óraun­hæft, að ein­hver nefnd aðila ákveði það til dæm­is fyr­ir Norður­land um alla framtíð að það sé ekki hægt að nýta þá mögu­leika sem fel­ast í orku fall­vatn­anna.

Ef þetta geng­ur fram með þess­um hætti þá er staða Norður­lands orðin virki­lega veik til upp­bygg­ing­ar byggða og at­vinnu til framtíðar,“ seg­ir hann og bæt­ir við að með tím­an­um breyt­ist mjög margt í til­hög­un virkj­ana og út­færslu­mögu­leik­um þeirra.

„Þannig manni finnst sem leik­manni að það séu for­send­ur til að hafa þá virkj­un­ar­kosti á Norður­landi, sem verið hafa til umræðu, áfram til skoðunar.“

Hann seg­ist skynja það að Norðlend­ing­ar séu ugg­andi ef loka eigi á mögu­leika þeirra af þeirri ástæðu einni, að ekki hafi fyrr verið byrjað að virkja í þeim lands­hluta.

„Ég held að Norðlend­ing­ar muni aldrei una því að það verði ein­hver nefnd sem ákveði það að það sé ekki hægt að hafa eðli­lega raf­orku­fram­leiðslu í lands­hlut­an­um. Ég geri ekki lítið úr því að menn eru með góðar mein­ing­ar gagn­vart nátt­úr­unni og við erum með þær sömu­leiðis.“

 

Fuglafriðland við Héraðsvötn.

Fuglafriðland við Héraðsvötn. mbl.is/​Ein­ar Falur Ing­ólfs­son

Ekki end­an­lega niðurstaðan?

„En við telj­um að þetta eigi að vera til um­fjöll­un­ar og mats á hverj­um tíma og svo sé það ákvörðun hvers tíma hvað gert er. Við mun­um að sjálf­sögðu fara yfir þetta og áskilj­um okk­ur all­an rétt til að koma að at­huga­semd­um og öðru slíku.

Við treyst­um því raun­veru­lega að þetta verði ekki end­an­lega niðurstaðan, enda telj­um við hana ekki hafa verið rök­studda. Það hef­ur ekki farið fram nein fræðileg út­tekt á þeim mögu­leik­um sem eru til staðar við virkj­un Héraðsvatna.“

rammaaetlunSkag­f­irðing­um sé refsað fyr­ir var­kárni

Þórólf­ur hvet­ur Norðlend­inga til að standa sam­an um að fá að halda þess­um mögu­leik­um opn­um og seg­ir að þeir eigi ekki að þurfa að gjalda fyr­ir var­kárni sína á þessu sviði.

„Við hér í Skagaf­irði höf­um viljað vanda okk­ur við mögu­lega út­færslu á virkj­un Héraðsvatna og það á ekki að refsa okk­ur fyr­ir það að hafa ekki verið bún­ir að virkja. Við vilj­um bara gera það mjög vel ef til þess kæmi að hér yrði virkjað.“

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: