Drekka vatn eins og Japanir – Stuðlar að langlífi og vinnur gegn ýmsum sjúkdómum ?

pressan

vatn a

Sagt er að það geti læknað hina ýmsu kvilla að drekka vatn eins og Japanir gera. En það er auðvitað spurning hvort þetta sé alveg rétt. En það má ekki gleyma að lífslíkur Japana eru miklar og lifa Japanir í 82,1 ár að meðaltali.

Margir vilja þakka þetta langlífi því hvernig landsmenn drekka vatn. Ekki hefur verið sýnt frá á með vísindalegum hætti að vatnsdrykkjuaðferðir Japana séu betri en aðferðir annarra en þær virðast þó að minnsta kosti ekki vera skaðlegar miðað við langlífið.

Auk langlífisins telja margir að þessar vatnsdrykkjuaðferðir hjálpi til við að takast á við marga sjúkdóma, til dæmis sykursýki, hjartasjúkdóma, höfuðverk, gigt, niðurgang og krabbamein. Listinn er langur og hér eru aðeins nokkrir sjúkdómar nefndir til sögunnar.

Í japönsku aðferðinni felst að fólk drekkur vatn eftir ákveðnum reglum en þær eru:

1. Þegar fólk vaknar á að drekka 4 x 160 ml af vatni, það má ekki vera kalt. Þetta á að gera áður en nokkuð annað er gert. Það má síðan bursta tennurnar eftir að búið er að drekka vatnið en síðan þarf að bíða í 45 mínútur áður en nokkuð annað er innbyrt, hvort sem það er vökvi eða matur.

2. Í hvert sinn sem fólk fær sér að borða, hvort sem það er biti á milli mála eða máltíð má ekki drekka neitt fyrr en tveimur klukkustundum síðar.

 

vatnOf gott til að vera satt

Henrik Duer, rithöfundur og líkamsræktarfrömuður, sagði í samtali við TV2 að þetta sé of gott til að vera satt og sagðist hann ekki gefa mikið fyrir þetta.

Hann sagði að einu áhrifin sem hann sæi af þessu geti verið að ef fólk haldi sig við þetta þá sé það mjög meðvitað um heilbrigði, að drekka vatn, og það geti haft snjóboltaáhrif og fólk orðið meðvitaðra um hvað það borðar.

Einnig sé ekki útilokað að fólk borði minna ef það fylgir þessu því það fylli magann af vatni og því sé minna rými fyrir mat og hugsanlega drekki fólk vatn í staðinn fyrir gosdrykki og aðra óholla drykki.

Hann sagði að líkaminn segi sjálfur til þegar hann þarf á vatni að halda því okkur fari að líða illa ef okkur skorti vatn.

 

 

            

Heimild: Pressan

Fleira áhugavert: