Gull­fiskur í skolp­dælu­stöðinni Hraunavík – „Skolpi“ ferðaðist í gegn­um tvær dæl­ur á leið sinni í vík­ina

mbl

skolpi

Smella á mynd til að bera kennsl á Skolpa

Gull­fisk­ur­inn Skolpi er nýj­asta lukku­dýr Hafna­fjarðarbæj­ar en hann fannst „syngj­andi hress og kát­ur“ í skolp­dælu­stöðinni í Hrauna­vík.
Sam­kvæmt færslu um æv­in­týri Skolpa á Face­book síðu bæj­ar­ins hafði Skolpi ferðast í gegn­um tvær dæl­ur á leið sinni í vík­ina og má telj­ast með ólík­ind­um að sá stutti hafi lif­ar svaðilför­ina af.

Í færslu Hafn­ar­fjarðarbæj­ar seg­ir að Skolpi leiti nú að eig­anda sín­um. „Hægt er að skoða grip­inn og vitja hans í þjón­ustumiðstöðinni okk­ar að Norður­hellu. Ætt­bók­ar­skír­teini æski­legt ef koma á til af­hend­ing­ar.“

hraunvik hreinsistod

Dælu og hreinsistöd Hraunvík

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: