Risa­stór­ gagnaturn á Íslandi

mbl

gagnaturn c

Gagnaiðnaður fer ört vax­andi, hver milli­færsla, skrán­ing, tölvu­póst­ur og jafn­vel músasmell­ur er geymd­ur á vefþjón­um víða um heim. Svo hefst grein­ar­gerð ít­alskra arki­tekta sem fylg­ir verðlauna­til­lögu þeirra að nýj­um gagna­verst­urni á Íslandi.

Til­lag­an hafnaði í þriðja sæti í ný­af­staðinni hönn­un­ar­keppni tíma­rits­ins eVolo.

Seg­ir í grein­ar­gerðinni að þess­ari öru þróun muni fylgja sá vandi að erfitt verði að finna öll­um þess­um gögn­um stað. Í dag nýti gagna­ver mikla raf­orku og skilji eft­ir sig stórt kol­efna­fót­spor, þar sem stöðugt þurfi að kæla þau niður til að forðast of­hitn­un tölvu­búnaðar­ins.

 

Ná­lægðin við heim­skaut­baug kost­ur

Arki­tekt­arn­ir Val­er­ia Mercuri og Marco Merletti frá Ítal­íu leggja því til að reisa gagna­ver þar sem ork­an er hrein og kostnaður lít­ill. Segja þau Ísland hent­ug­an stað vegna þessa og nefna þrjár ástæður máli sínu til stuðnings.

Í fyrsta lagi er það staðsetn­ing­in, en lega lands­ins á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna þýðir að fyr­ir­tæki geta rekið vefþjón­ust­ur sín­ar fyr­ir báðar heims­álf­urn­ar á ein­um stað.

Í öðru lagi nefna þau end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa lands­ins. Segja þau að Ísland geti boðið gagna­ver­um 100% hreina orku með jarðhita- og vatns­afli, fyr­ir sama verð eða minna en geng­ur og ger­ist er­lend­is, þar sem orku­gjaf­inn sé jarðefna­eldsneyti.

Að lok­um er lofts­lagið sagt henta vel. Ná­lægð Íslands við heim­skauts­baug gefi mögu­leika á að nýta kuld­ann og nátt­úru­lega vind­inn til að kæla ver­in niður án þess að þurfa að reisa hefðbundið kæl­ing­ar­kerfi fyr­ir mikið fé.

Sí­valn­ingslaga móður­borð

„Í til­lögu okk­ar felst sýn á það hvernig það gæti verið að hafa grænt gagna­ver til framtíðar á Íslandi. Gagna­ver eru gjarn­an stór­ar iðnaðarbygg­ing­ar án sér­stakr­ar hönn­un­ar, í raun eins og stór ein­kenn­is­laus gám­ur.“

Turn­inn er hugsaður sem eins kon­ar risa­stórt sí­valn­ingslaga móður­borð. Gert er ráð fyr­ir að á ytra yf­ir­borðinu verði all­ur vél­búnaður en að inn­an verði turn­inn hol­ur. Þar geti loftað um vél­búnaðinn auk þess sem lyfta geti fært hverja gagna­ein­ingu niður á jarðhæð til viðhalds og upp­færslna. Þá geti hiti vers­ins einnig nýst til að hita hús í ná­grenni hans á vet­urna.

 

..Sjá til­lög­una í heild sinni – Myndir skýrari og texti á myndum

 

Heimild: Mbl + Evolo

Fleira áhugavert: