WOW air úthlutað Vesturvör 38a/38b í Kópavogi – Nýjar höfuðstöðvar og hótel

pressan

wow air

Smella á myndir til að stækka

Á fundi bæjarráðs Kópavogs síðastliðinn miðvikudag var ákveðið að úthluta flugfélaginu WOW air lóð númer 38a og 38b við Vesturvör á Kársnesi undir nýjar höfuðstöðvar félagsins. Bæjarráð samþykkti sömuleiðis að teknar yrðu upp frekari viðræður um nánari útfærslu hugmynda flugfélagsins um staðsetningu hótelbyggingar vestast á Kársnesi.

WOW air óskaði í október eftir lóð undir höfuðstöðvar félagsins sem hafa hingað til verið til húsa við Katrínartún í Reykjavík

Nýju höfuðstöðvarnar eiga að vera 9.000 fermetrar, nútímalegar og þar á að leggja áherslu á tengslin við sjávarsíðuna og náttúruna. Áætluð bílastæðaþörf er um 200 stæði, að því er fram kom í bréfi Skúla til Kópavogsbæjar í október 2015.
Fyrr í mars var svo greint frá því að WOW air hefði óskað eftir lóð á Kársnesi fyrir hótel á vegum félagsins. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sagði í samtali við mbl.is að málið væri á frumstigi en hugmyndir væri vissulega spennandi.

 

wow air a    wow air b

Heimild: Pressan

Fleira áhugavert: