Lagnakerfi, mistök, gallar – IKEA, aðferðafræði

HeimildLAFI1

.

Mars 2016

Um IKEA og aðferðir

Sveinn Áki Sverrisson

Sveinn Áki Sverrisson

Inngangur

Það er nánast að bera í bakkafullan lækinn að tala um úttektir á virkni lagna – og loftræsikerfa í þessu riti en lengi má manninn reyna. Annars staðar í þessu riti er bent á aðferð við betri undirbúning verkefna til að auðvelda verkskil og bent á að bæta þurfi forskriftir stjórnkerfa hjá hönnuðum fyrir bjóðendur að átta sig á tilboðsstigi verka. Þessir þættir tengjast upphafi verkefnis.

Lagnafélag Íslands (LAFÍ) er sterkt félag og stór þrýstihópur sem hefur reynt að hafa áhrif Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) og Reykjavíkurborg til að taka upp góða hætti varðandi útboð verka og eftirlit til að tryggja lokaskil afurða sé í samræmi við forsendur. Afraksturinn er frekar rýr. Kannski er þetta ekki sett nógu skýrt fram af hálfu LAFÍ. Það þarf að líka að æfa sig að nota nýjar vinnuaðferðir og má líkja því við að byrja að skrifa með hinni hendinni vegna nýrra aðstæðna. Það tekur tíma að þjálfa sig og prófa hvað hentar. Það er framkvæmdin sjálf sem mig langar að ræða núna um og síðar þegar tækifæri gefst. Hvernig gengur hún fyrir sig og hvernig er „skipulag hugans“ við þessar aðstæður?

uttektirÞegar allt lítur út fyrir að vera í fullkomnu lagi ?

Við þekkjum það öll þegar við sem fagfólk gerum vitleysu sem við áttum okkur á. Við leiðréttum villuna þannig að hlutirnir líti rétt út. Allt er á sínum stað. Þetta er oftast góð leið og virkar vel. Þó er alltaf viss áhætta bundin við þessa aðferð. Hlutirnir geta litið rétt út þó að þeir geri það ekki í raun. Vandamálið er að við þessar aðstæður hættum við að halda áfram að rannsaka hlutina meira og dýpra. Vatnið rennur í pípunni, loftræsingin blæs lofti, ofninn hitnar og tengingin við varmaskiptinn lítur vel út. Reynsla segir okkur að þegar hlutirnir líta rétt út þá séu þeir í lagi og allar vísbendingar gefa ekki annað tilefni. Þessi atriði snerta það hvernig við hugsum. Spyrja má hvort slök lokaskil lagnakerfa stafi að hluta til vegna slíkra aðstæðna. Við treystum okkar reynslu en skrattinn býr í smáatriðunum. Myndin er líka stærri og hver faggrein sér sína hluti í lagi en ekki heildarmyndina. Það er heildarmyndin sem skiptir notandann máli. Hvernig lagnakerfið vinnur sem heildarkerfi. Hver á að bera ábyrgð á að hún sé í lagi. Er það byggingastjórinn eða eftirlitsmaðurinn? Af hverju ættu þeir að vantreysta okkur fagmönnunum?

Að átta sig á snemma þegar hlutir eru vitlaust gerðir eða augljóslega ekki rétt gerðir.

Lagnakerfi sem sett hefur verið í gang og tengt rafmagni og vatni getur fallið í þessa gryfju. Lausnin gæti verið t.d. að ekki sé hægt að setja hluti eða klára þá nema að það sé gert rétt eða að það sé augljóst þegar það er rangt gert. IKEA fann upp snjalla aðferð við samsetningu hluta. Það þarf mikið hugmyndaflug að setja þeirra hluti vitlaust saman. Merkingar á hlutum hvernig þeir skulu tengdir eða settir saman gegnir sama hlutverki. Það eru verkþættirnir sem hafa samtengingu í för með sér sem mega ekki klikka. Ef allar þessar tengingar væru „hann og hún“ væri ástandið betra. Smíði lagnakerfa er boðhlaup með kefli. Sá sem missir það sést augljóslega. Þeir sem bíða eftir því bíða og kalla. Þeir byrja fyrst þegar keflið er komið. Þegar eitthvað vantar þarf að gera það sýnilegt. Tafla sýnir grófar hugmyndir sem kastað er fram.

Um IKEA

Fleira áhugavert: