Hver íslendingur notar um 200 lítra af vatni á dag – ör­ugg­asta fram­boð af ferskvatni í heimi

ruv

Smella á mynd til að sjá myndband/frétt

vatnsnotkun1

Vatnsnotkun Íslendinga samsvarar því að hver landsmaður noti um tvö hundruð lítra af vatni á dag. Vatnsforði hvers Íslendings er um 530 þúsund rúmmetrar, en vatnsforði hvers Dana er talsvert minni, eða um þrjú þúsund rúmmetrar.

Ísland er auðugt af hreinu vatni. Við notum vatn inni á heimilum, við atvinnustarfsemi, svo sem landbúnað, fiskiðnað og ræktun og síðast en ekki síst notum við vatnið til rafmagnsframleiðslu. Vatnsnotkunin samsvarar því að hver íbúi noti 200 lítra á dag.

Og víst er að landsmenn hafa aðgang að miklu vatni. Hver Íslendingur hefur aðgang að liðlega 530 þúsund rúmmetrum af ferskvatni. Í Noregi er vatnsforðinn um 80 þúsund rúmmetrar á íbúa og í Danmörku þrjú þúsund rúmmetrar. Vatnsnotkun hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum hér á landi.

vatnsnotkun

Smella á mynd til að stækka

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: