Gamma og Lex stofna vinnuhóp um Sundabraut

ruv

sundabraut

Smella á mynd til að stækka

Lögfræðistofan Lex og fjárfestingarfélagið Gamma eru að mynda vinnuhóp til skoða byggingu Sundabrautar. Óskað hefur verið eftir aðkomu Faxaflóahafna

Stjórnarformaður Lex og forstjóri Gamma segja í bréfi til Gísla Gíslasonar hafnarstjóra að fyrirtækin hafi um nokkurt skeið unnið í sameiningu að því að setja saman vinnuhóp sem hefði það hlutverk að skoða hvort hægt sé að koma áfram framkvæmd við Sundabraut. Meðal annars hafi verið fundað með verkfræðistofunni Eflu, sem sinnti frumathugun á verkefninu á sínum tíma fyrir Vegagerðina.

Ljóst sé að Faxaflóahafnir séu einn stærsti hagsmunaaðili við byggingu Sundabrautar, með nýju skipulagi Vogahverfis sé ljóst að við lagningu Sundabrautar muni þurfa að taka verulegt tillit til hafnaraðstöðu Samskipa. Einnig muni brautin verða mikilvæg samgönguleið við aðrar hafnir eins og Grundartanga.

Samkvæmt bréfinu verður hlutverk vinnuhópsins fyrst og fremst að finna út hver kostnaður væri við að útbúa áætlun um verkefnið sem gæti verið grundvöllur fyrir fjárfestingarákvörðun fjárfesta sem áhuga kunni að hafa.

Í bréfinu er óskað eftir að fulltrúi Faxaflóahafna komi að vinnu hópsins. Tekið er fram að á þessu stigi sé ekki farið fram á neins konar skuldbindingu frá þeim sem að vinnuhópnum koma, að öðru leyti en þvi að ekki sé rukkað fyrir vinnu. Þá sé ekki farið fram á að Faxaflóahafnir lýsi með neinum hætti yfir stuðningi við verkefnið eða skuldbindingu um að koma að verkefninu, verði það að veruleika.

Því má bæta við að í byrjun kjörtímabilsins lögðu fjórir þingmenn Framsóknarflokksins fram þingsályktunartillögu um að fela innanríkisráðherra að vinna að því að Sundabraut verði að nýju tekin inn í samgönguáætlun.

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: