Grænland – Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk

visir

hofn nuuk

Smella myndir til að stækka

Vonast er til að stækkun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. Með hafnargerðinni er verið að tvöfalda bryggjupláss og búa til nýja gámahöfn, sem á að verða tilbúin í lok árs. Nýja höfnin verður á tveimur eyjum sem tengdar verða landi með uppfyllingu.

„Auðvitað mun ný höfn leiða af sér alls konar framkvæmdir og aukna bjartsýni,“ segir hafnarstjórinn, Páll Hermannsson, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.

Páll Hermannsson, hafnarstjóri í Nuuk.Þetta er tólf milljarða króna verkefni og drjúgur hluti er í höndum Íslendinga, eða tæp 30 prósent. Per Aarsleff og Ístak hf. eru með verkið í aðalverktöku og sér verkfræðistofan Efla um hönnun bygginga, Ramböll um hönnun hafnarmannvirkja og verkfræðistofan Mannvit leigir út starfsmann til verkeftirlits fyrir verkkaupa. Ístaksmenn eru í meirihluta verkstjórnenda.
„Íslendingar hafa mikla þekkingu í svona verkefnum, í Grænlandi, Færeyjum, Noregi, – svo það er ekkert verið að velja út frá flagginu heldur bara þekkingunni.“

Páll segir að Nuuk sé miðhöfn Grænlands. Þangað sigla gámaskip til og frá Danmörku og Íslandi með vörur, sem fara svo þaðan fara áfram til annarra grænlenskra byggða. Grænlendingar sjá fram á að höfnin skapi ný tækifæri, meðal annars í móttöku skemmtiferðaskipa.

„Það er margt sem er að gerast í Grænlandi í dag. Vonandi erum við að fá stærri flugvöll í Nuuk. Höfnin verður lyftistöng og það er hugur í fólki. Í Nuuk segir bæjarstjórinn að þeir ætli að byggja sjöþúsund nýjar íbúðir á næstu fimmtán árum, sem þýðir tvöföldun íbúanna. Þannig að það er hugur í fólki,“ segir Páll Hermannsson hafnarstjóri. Hafnarfélagið heitir Sikuki Nuuk, en sikuki þýðir íslaus höfn.

Gamla höfnin í Nuuk sést neðar en nýja höfnin ofar á þessari samsettu mynd.

Gamla höfnin í Nuuk sést neðar en nýja höfnin ofar á þessari samsettu mynd.

Heimild: Vísir

Fleira áhugavert: