Tæland – Kveikt var á gaskerfi fyrir slysni og 8 létust í höfuðstövum Commercial Bank í Bangkok

visir

gaskerfi

Átta létust og sjö slösuðust eftir að verkamenn í Bangkok í Tælandi kveiktu fyrir slysni á slökkvikerfi í höfuðstöðvum Siam Commercial Bank, eins stærsta banka landsins, í gær.
Verið var að uppfæra öryggiskerfi hússins þegar slökkvikerfið hóf að blása út efnum sem talin eru hafa orðið til þess að súrefnismagn lækkaði.

gasslys taelandiÍ yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér vegna málsins segir að um hafi verið að ræða vanrækslu af hálfu verkafólksins, sem hafi verið ráðið til þess að bæta öryggismál. Það hafi ræst kerfið sem blés út efni sem eyðir súrefni úr loftinu og á þannig að kæfa allan eld.

Sjö þeirra sem létust voru verkamenn og einn öryggisvörður. Málið er í rannsókn lögreglu.

 

Heimild: Vísir

Fleira áhugavert: