Sundlaugar höfuðborgarsvæðinu – Aðeins 7 af 17 með sér­klefa fyrir fatlað fólk !

mbl

sundlaugar

Smella á myndir til að stækka

Aðeins sjö al­menn­ings­sund­laug­ar af 17 á höfuðborg­ar­svæðinu eru bún­ar sér­stök­um klef­um fyr­ir fatlað fólk sem þarf á aðstoð að halda við sund­ferðir.

Í tveim­ur laug­um er eng­in slík aðstaða, þ.e. Klé­bergs­laug á Kjal­ar­nesi og í Sund­höll­inni í Reykja­vík. Í fjór­um sund­laug­um eru gufubaðsklef­ar nýtt­ir fyr­ir fatlaða þegar þörf kref­ur og í Sala­laug í Kópa­vogi þjón­ar sjúkra­her­bergi þessu hlut­verki.  Í Álfta­nes­laug og Ásgarðslaug í Garðabæ þarf að fara í gegn­um karla- og kvenna­klefa til að nálg­ast klefa fyr­ir fatlaða.

Sér­klef­ar inni­halda mik­il­væg hjálp­ar­tæki og eru með góðu hjóla­stólaaðgengi. Þeir eru ekki síst mik­il­væg­ir fyr­ir fólk sem nýt­ur aðstoðar ein­stak­linga af öðru kyni. Þar að auki koma sér­klef­ar í góðar þarf­ir fyr­ir trans­fólk eða aðra sem upp­lifa sig utan tví­hyggju kynja­skiptra klefa og gætu átt á hættu að verða fyr­ir aðkasti í karla- eða kvenna­klef­um.

sundlaugar cErfitt að laga í eldri mann­virkj­um

Steinþór Ein­ars­son, skrif­stofu­stjóri hjá ÍTR seg­ir ým­is­legt standa til bóta í þess­um mál­um hvað sund­laug­ar Reykja­vík­ur varðar þó raun­ar komi upp skipt­ar skoðanir um hvernig best væri að þeim staðið.

„Þegar maður tal­ar við þá sem eru mest að nota þessa aðstöðu fær maður stund­um að heyra hvort það sé ekki nær að hafa færri staði full­komna en að reyna að gera lítið allsstaðar.“

Hann seg­ir að mik­ill fjöldi fatlaðra ein­stak­linga nýti sér þjón­ustu sund­laug­anna, þar á meðal stór hóp­ur íþrótta­fólks sem æfir og kepp­ir í sundi. Seg­ir hann Íslend­inga hafa fengið mikið hrós fyr­ir aðstöðuna í Laug­ar­dals­laug þegar Evr­ópu­mót fatlaðra í sundi fór fram hér á landi árið 2009. Seg­ir hann aðstöðuna mjög góða í inni­laug­inni en ekki eins góða í úti­laug­inni sem var byggð árið 1968. Verið sé að velja lyft­ur í úti­laug­ina sem komi von­andi mjög fljót­lega.

fatladir a

„Það verður rosa­lega erfitt að gera allt eins og best væri á kosið í mann­virkj­um á borð við Vest­ur­bæj­ar­laug,“ seg­ir Steinþór. „Þar eru lyft­ur og nýji pott­ur­inn var byggður upp þannig að fatlaðir geti komið að hon­um í hjóla­stól og kom­ist í hann en annað er rosa­lega erfitt, það þyrfti að gjör­breyta mann­virk­inu. Sama á við um Sund­höll­ina.“

Eins og fjallað hef­ur verið um er vinna haf­in við bygg­ingu úti­laug­ar við Sund­höll­ina. Við hana verður byggður nýr kvenna­klefi ásamt tveim­ur sér­stök­um klef­um fyr­ir hreyfi­hamlaða auk þess sem sett­ar verða upp lyft­ur sem gera munu allt aðgengi mun betra að sögn Steinþórs. Þá standa yfir fram­kvæmd­ir við Breiðholts­laug þar sem verið er að byggja sér­klefa og seg­ir hann það mark­miðið að taka ávallt mið af þörf­um allra not­enda­hópa.

„Þegar við tók­um bún­ings­klef­ana í Laug­ar­dals­laug­inni í gegn frá grunni höfðum við full­trúa not­enda, með í ráðum ,þ.m.t fatlaðra. Alla aðila sem mögu­lega komu til með að nota aðstöðuna feng­um við í rýni­hópa,“ seg­ir Steinþór.

Sér­klef­inn í Sund­laug Seltjarn­ar­ness er sér­stak­lega hannaður með það fyr­ir aug­um að fatlaður ein­stak­ling­ur geti komið með sína aðstoðarmann­eskju óháð kyni.
Sérklefinn í Sundlaug Seltjarnarness er sérstaklega hannaður með það fyrir ...

Sér­klef­inn í Sund­laug Seltjarn­ar­ness er sér­stak­lega hannaður með það fyr­ir aug­um að fatlaður ein­stak­ling­ur geti komið með sína aðstoðarmann­eskju óháð kyni.

Veigra sér við að fara í sund

Kári Jóns­son, íþrótta­full­trúi Garðabæj­ar, seg­ir að þar standi einnig til að reyna að bæta úr aðstöðunni. Báðar sund­laug­ar bæj­ar­fé­lags­ins Álfta­nes­laug og Ásgarðslaug eru með kyn­greind­um klef­um og því get­ur fatlað fólk með aðstoðarfólk af öðru kyni ekki nýtt sér aðstöðuna.

„Ásgarðslaug er frá 1989 og þar hef­ur alltaf verið aðstaða fyr­ir fatlað fólk til þess að loka að sér og skipta um föt en ekki sér sturtu­klefi. Álfta­nes­laug­in er til­tölu­lega ný og þar eru sér­stak­ir klef­ar inni í sitt­hvor­um bún­ings­klef­an­um þar sem er bún­ingsaðstaða og sturta.“

Kári seg­ir að verið sé að skoða aðgeng­is­mál í laug­un­um og að sér­fræðing­ar frá Gott Aðgengi hafi verið fengn­ir til að leggja á þau mat. Verið sé að ráðast í lag­fær­ing­ar á Ásgarðslaug þar sem til standi að gera klef­anna betri en ekki sé víst að hægt verði að koma upp ókyn­greind­um klefa þó það sé í at­hug­un. Hvað Álfta­nes­laug varðar er verið að reyna að bæta klef­ana sem fyr­ir eru og fara yfir teikn­ing­ar og mögu­leik­ann á því að búa til einn ókyn­greind­an klefa.

fatladir

Kári seg­ir að bæj­ar­fé­lagið hafi fengið fyr­ir­spurn­ir frá fólki á ýms­um stig­um kyn­leiðrétt­ing­ar­ferl­is sem koma vilji í sund. Slík­ir hóp­ar hafi fengið sund­laug­ina leigða af bæn­um eft­ir al­menn­an opn­un­ar­tíma.

„Það eru brögð á því að fólk í þessu ferli veigri sér við að fara í sund og hafi jafn­vel ekki farið í sund í mörg ár. Það eru svo marg­ir mis­mun­andi hóp­ar fólks og þannig erfitt að út­búa laug­arn­ar þannig að þær taki á hverri stundu við hverj­um sem er en við eig­um mögu­leika á að sveigja til með því að sveigja opn­un­ar­tíma eða vera með þessa klefa.“

Hvað aðsókn fatlaðs fólks í laug­ar Garðabæj­ar að staðaldri seg­ir Kári að hún gæti verið meiri.

„En við vit­um held­ur ekki hvort aðstöðuleysið haml­ar því að fólk mæti. Ef við get­um haft aðstöðuna til­búna þannig að fólk geti komið eru meiri lík­ur á að það nýti sér sund­laug­arn­ar.“

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: