Vatnsprins­arn­ir í Al­eppo höfuðborg Sýrlands ..myndir

mbl

Aleppo

Smella á myndir til að stækka

Tíma­móta vopna­hlé hef­ur gefið íbú­um Al­eppo frið frá dag­leg­um eld­flauga­árás­um og spreng­ing­um en það næg­ir ekki til að slökkva þorsta þeirra.

Aleppo a

Fyrir stríð og eyðileggingu Aleppo

Al­menn­ir borg­ar­ar, báðum meg­in víg­lín­unn­ar sem skor­in hef­ur verið af herliði rík­is­stjórn­ar­inn­ar og and­stæðing­um henn­ar, hafa þurft að þola sinn mesta vatns­skort síðan styrj­öld­in hófst fyr­ir næst­um fimm árum.

„Ástandið í borg­inni hef­ur al­mennt batnað með til­komu vopna­hlés­ins,“ seg­ir sex­tug­ur íbúi Al­eppo, Abu Ni­dal, í sam­tali við frétta­veitu AFP. „Allt er okk­ur fá­an­legt núna, nema vatn.“

 

Rafl­ar og dæl­ur eyðilagst í átök­um

Átök­in sem rifið hafa Al­eppo í sund­ur síðan árið 2012 hafa skaðað marga rafla og dæl­ur sem sjá um að veita vatni til íbúðahverf­anna, svo íbú­arn­ir eru marg­ir hverj­ir van­ir því að líða tíma­bund­inn vatns­skort. En loft­árás í nóv­em­ber síðastliðnum á vatns­hreins­un­ar­stöð, sem var á valdi Rík­is íslams, hef­ur skilið eft­ir 1,4 millj­ón­ir manna án nokk­urs vatns. Íbú­arn­ir hafa þurft að nýta sér bráðabirgðabrunni eða þá kaupa frá einkaaðilum sem dreifa vatni.

 

Aleppo bPrins­arn­ir í Al­eppoAleppo c

Einn fram­taks­sam­ur ung­ur maður keyr­ir um á hvít­um Suzuki pall­bíl sem út­bú­inn er stór­um vatns­geymi. Eft­ir að hann dæl­ir upp vatni úr bor­hol­um í kring­um borg­ina þá not­ar hann litla vél­knúna dælu til að út­hluta því til vatnstanka í hverf­un­um.

„Þess­ir öku­menn eru orðnir að prins­un­um í Al­eppo, því all­ir þurfa á þeim að halda,“ seg­ir hin 21 árs gamla Jana Mar­ja, nem­andi sem býr í Al-Syri­an hverf­inu í vest­ur­hluta Al­eppo, sem er á valdi rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Aleppo dKarl­ar, kon­ur og börn í röð með plastílát við hverf­is­brunn­ana eru al­geng sjón nú á dög­um.

„Að bíða í röð er orðið að væn­leg­um starfs­ferli, fólk borg­ar öðrum til að tryggja sér stað í röðinni.“

 

 

 

Heimild: Mbl

 

Fleira áhugavert: