Íslenskir neytendur borga 232% hærri vexti en í Norðmenn

facebook

Vilhjálmur Birgisson

Vilhjálmur Birgisson

„Var að hlusta á sérstaka umræðu á Alþingi um verðtryggingu og vaxtakjör á Íslandi. Skal fúslega viðurkenna að ég var hálf undrandi á að hlusta á þessa umræðu enda virtist ekki ríkja ýkja mikill skilningur meðal þingmanna um verðtryggingu og þá okurvexti sem íslenskir neytendur þurfa að þola og hafa þurft að þola um áratugaskeið.

Mér heyrðist á flestum sem þarna tóku til máls að verðtryggingin þyrfti að vera hér á landi því annars myndu óverðtryggðir vextir bara hækka. Þetta er með svo miklum ólíkindum að það nær ekki nokkru tali að við hér á Íslandi þurfum að búa hér við raunvexti sem eru ekki í nokkrum takti við það sem gerist um hina víðu veröld.“

„Ef við bara skoðum hvað er að gerast í Noregi núna og á hinum Norðurlöndunum þá eru vextir til dæmis í Noregi 2,15% en 12 mánaða verðbólgan í Noregi í fyrra var í kringum 2,5% sem þýðir að raunávöxtun í Noregi er neikvæð um 0,4%. En á vaxtaokurslandinu Íslandi voru óverðtryggðir vextir 7,45% og verðbólgan í kringum 2%. Semsagt, raunvextir á Íslandi voru 5,45%. Hver getur réttlætt þetta vaxtaokur sem íslenskir neytendur þurfa ávallt að þola?peningarTil að sýna fram á fáránleikann þá er í Noregi verið að borga af 30 milljóna króna láni 53.000 kr. í vexti á mánuði en á Íslandi af samskonar láni 186.000 kr. Takið eftir, þetta eru bara vextir. Hér er munur upp á 133.000 kr. á mánuði. Íslenskir neytendur borga 232% meira í vexti hér á landi en í Noregi!!!

Að þingmenn skuli ekki sjá með afgerandi hætti hvernig er verið að fara með íslenska neytendur og þeir skuli ekki hafa alvöru kjark og þor til að taka á þessu dekri við fjármálakerfin, afnema hér verðtryggingu og setja þak á vexti er mér gjörsamlega óskiljanlegt.“

 

Vilhjálmur Birgisson

Heimild: Facebook

Fleira áhugavert: