Fyrsti met­anól­bíll­inn í Evr­ópu á Íslandi

mbl

metanolbilar

Fyrsti bíll­inn sem geng­ur fyr­ir hreinu met­anóli og flutt­ur hef­ur verið til Evr­ópu var frum­sýnd­ur í dag á alþjóðlegri ráðstefnu ís­lenska fyr­ir­tæk­is­ins Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal (CRI). Ráðstefn­an stend­ur nú yfir í Grand Hót­el en þar er fjallað um met­anól sem eldsneyti fyr­ir sam­göng­ur á sjó og landi.

Met­anól­bíll­inn er fram­leidd­ur af kín­versk­um sam­starfsaðila CRI, Geely Auto, og er flutt­ur inn af Brim­borg. Verða nokkr­ir bíl­ar prófaðir hér á landi á næstu manuðum en all­ir ganga þeir fyr­ir met­anóli sem CRI fram­leiðir í verk­smiðju sinni í Svartsengi á Suður­nesj­um.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: