Endalok olíualdar í sjónmáli !

veggurinn

Desember 2015

Kjartan gardarson

Kjartan Garðarson

„Fram til dagsins í dag hefur brennsla á olíu og bensíni ekki átt sér neinn alvöru keppinaut. Nú virðist breyting vera á næsta leiti. Og hún er byltingarkennd. Við sjáum fram á gagnger orkuskipti úr olíu yfir í vistvænni og hagkvæmari orkukosti. Hér má nefna umbreytingu á rafselgubylgjum, þ.á.m. sýnilegu ljósi, yfir í rafmagn. Einnig er ör þróun í efnarafölum sem breyta vetni, gasi og ofl. í rafmagn með mun betri nýtni en hefðbundin brennsla. Umfangmesta breytingin felst þó líklega í notkun vistvænnar kjarnorku, með þóríum og með köldum samruna. Orkan, sem bundin er í kjarnorku, er um það bil miljón sinnum meiri en í olíu. Þannig er 1 g af vetni orkumeira en 1 tonn af olíu, eða 1.400 lítrar.“

Kjartan bendir á að orkuskiptin yfir í olíu fyrir um 150 árum hafi tekið 25 ár að ganga í gegn. Sama verði upp á teningnum núna þegar ný orkuskipti eiga sér stað, frá olíu yfir í umhverfisvæna kjarnorku og samruna. Hann bendir á að olía muni hafa svipaða merkingu í hugum fólks eftir 25 ár og eldiviður hefur í hugum okkar í dag.  Áfram heldur Kjartan:
„Orkuverð á erlendum mörkuðum hefur lækkað ört á undanförnum misserum og ólíklegt er að olíuverð komast aftur í þær hæðir sem það náði í 2011. Nýir orkukostir eru ekki aðeins innan seilingar, heldur er nýtingin á olíunni að batna mjög. Nýir bílar og flugvélar eyða t.d. mun minna eldsneyti er fyrir fáum árum. Jafnframt er ör framþróun í tækinninni við að vinna olíu úr jörðu. Þannig hefur ný bortækni orðið til þess að gamlar olíulindir hafa öðlast nýtt líf og ný, ódýr tækni í vinnslu á olíusandi hefur litið dagsins ljós.“

oliaOg í niðurlagi greinar sinnar kemur Kjartan með áminningu til ráðamanna sem á vel við nú um stundir og hann segir:
„Það eru spennandi tímar framundan í orkumálum jarðarbúa og engin ástæða að hafa áhyggjur af orkuskorti. Ný, umhverfisvæn orkutækni mun gera kleift að útvega næga og ódýra orku fyrir alla. Í framhaldinu getum mannkynið hreinsað upp þá mengun sem safnast hefur í kringum okkur, farið að umgangast jörðina og lífríkið af virðingu og vonandi dregið úr gróðurhúsaáhrifum.

Mikilvægt er að við Íslendingar höldum vöku okkar. Bæði þurfum við að nýta okkur kosti nýrrar tækni á næstu árum og eins að tryggja arðsemi af virkjunum okkar í gegnum langtímasamninga meðan þær eru enn samkeppnishæfar.“

 

Heimild: Veggurinn

Fleira áhugavert: