Risavaxið vindorkuverkefni Danska Dong Energi í Englandi

Orkubloggið

Það er bjart yfir fjárfestingu í evrópskri vindorku á hafi úti þessa dagana. Danska Dong Energi hefur ákveðið að ráðast í risavaxna fjárfestingu í vindorku utan við strönd Bretlands. Þetta verður langstærsta vindorkuver heims í sjó; heil 1.200 MW. Þrátt fyrir stærðina er þetta einungis hugsað sem fyrsti áfangi af þremur. Ef allt gengur vel er ráðgert að þarna verði alls sett upp heil 4.000 MW.

Dong-Wind-OffshoreTil samanburðar má nefna að allar aflstöðvar Landsvirkjunar eru rétt innan við 2.000 MW. Og í dag er stærsti vindorkuklasinn af þessu tagi, London Array, 630 MW. London Array var reist á árunum 2009-2012 og einnig þar er Dong á meðal hluthafanna. Danska Dong Energi sér því bersýnilega mikla möguleika í nýtingu breskrar vindorku.

Í því sambandi er gaman að nefna að í desember sem leið (2015) setti London Array einmitt nýtt framleiðslumet. Þegar það skilaði alls 369 GWst yfir mánuðinn. Sem er hreint ótrúlega mikið rafmagn – því þetta er ámóta mikið eins og mánaðarframleiðsla Fljótsdalsstöðvar (Kárahnjúkavirkjunar). Og samt er uppsett afl London Array (630 MW) minna en í Kárahnjúkavirkjun (690 MW)!

Wind-Turbine-Offshore-UKVið Íslendingar getum þó „huggað“ okkur við það að kostnaðurinn við London Array var um tvöfaldur sá sem Kárahnjúkavirkjun kostaði. Og svona mikil framleiðsla hjá London Array og öðrum slíkum vindorkuverum er sjaldgæf, enda kallar þetta á mjög góðan vind yfir mánaðartímabil. Sem er einmitt líklegri úti á sjó en á landi. Þess vegna þykja svona vindorkuver, staðsett utan við ströndina, áhugaverð leið til að auka framleiðslu grænnar raforku. Og þá sérstaklega í löndum sem ekki búa yfir miklu vatnsafli. Eða hafa tekið vatnsaflssvæði frá vegna náttúruverndarsjónarmiða, sbr. Noregur þar sem nýting vindorku fer nú vaxandi. Þar nemur árleg raforkuframleiðsla með vindmyllum nú um 2,2 TWst. Sem slagar hátt í sex mánaða framleiðslu Kárahnjúkavirkjunar.

En snúum okkur aftur að hinu nýja risaverkefni Dong Energi í bresku vindorkunni. Það var síðla árs 2014 sem bresk stjórnvöld sömdu við Dong og samstarfsaðila þess um 1.200 MW Hornsea. Með samningunum skuldbinda bresk stjórnvöld sig til að greiða Dong sem samsvarar um 210 Dong-Hornsea-One-MapUSD/MWst (miðað við núverandi gengi) fyrir raforkuna. Sem þarna verður til fyrir tilstilli vindsins. Samningurinn er til 15 ára og er hluti af þeirri orkustefnu Bretlands að liðka fyrir fjárfestingum í grænni orku og takmörkun á kolefnislosun. Nokkru síðar keypti Dong aðra hluthafa út úr verkefninu. Og það var svo fyrir fáeinum dögum að Dong tók lokaákvörðun um þessa risafjárfestingu. Sem verður nálægt 6 milljörðum USD.
Allt er stórt við Hornsea-verkefnið. Nema hafdýpið, sem þarna er einungis 20-40 m. Svæðið sjálft er um 400 ferkm að stærð og liggur á bilinu 100-150 km austur af Grimsby og Hull í Jórvíkurskíri.

Samtals verða þarna reistir allt að 240 turnar. Og hver hverfill verður á bilinu 5-8 MW. Sem er með því allra stærsta sem þekkist í vindorkunni. Þarna er því um að ræða tímamótaverkefni.

UK-Wind-Offshore-Capacity-Development_2010-2020_2015Það verður Siemens sem mun smíða þessar risarellur. Í hæstu stöðu munu blöðin á vindmyllunum ná allt að 200 m yfir sjávarmál. Gert er ráð fyrir að fyrstu spaðarnir á svæðinu byrji að snúast á árinu 2019 og að lokið verði við framkvæmdirnar 2020.
Þetta risaverkefni er einungis eitt af mörgum  vindorkuverkefnum sem eru nú í gangi í bresku lögsögunni. Fyrir vikið stefnir allt í að afl þessara orkuvera við Bretland fari úr núverandi 5.000 MW og í um 11.000 MW árið 2020!

Wind-Offshore-SOV-2En þetta er líka góð áminning um það hversu áhugavert það er fyrir Breta að tengjast Íslandi með raforkustreng. Og fá þannig raforku á miklu lægra verði en þessi vindorka kostar. Um leið myndu þeir þá borga okkur margfalt hærra orkuverð en það sem stóriðjan hér er að borga. Þess vegna er sæstrengur jákvæður fyrir báðar þjóðirnar; bæði Breta og okkur Íslendinga.
Að lokum má nefna að það er enn einn íslenskur vinkill á þessu breska vindorkuverkefni þarna utan við Hull og Grimsby. Því það eru einmitt verkefni af þessu tagi sem gefa Fáfni Offshore gott tækifæri til að breyta Fáfni Viking íService Operation Vessel. En það er önnur saga.

 

 

Heimild: Orkubloggið

Fleira áhugavert: