Höfðaturninn 20.hæðin – Lúxushótel með átta svít­um á 800 fer­metr­um ..myndir

mbl

Hofdaturinn svitur 2

Smella á myndir til að stækka

Fjár­fest­ar und­ir­búa opn­un lúx­us­hót­els á 20. og efstu hæðinni í turn­in­um á Höfðatorgi í Reykja­vík. Það mun heita Tower Suites Reykja­vík og er stefnt að opn­un í byrj­un júní.

Sami hóp­ur er að baki verk­efn­inu og rek­ur Keilu­höll­ina. Hann er sam­sett­ur af Múlakaffis­fjöl­skyld­unni, með Jó­hann­es Stef­áns­son, eig­anda Múlakaff­is, í broddi fylk­ing­ar, og af Jó­hann­esi Ásbjörns­syni og Sig­mari Vil­hjálms­syni, stofn­end­um Ham­borg­arafa­brikk­unn­ar, og Snorra Marteins­syni, starf­andi fram­kvæmda­stjóra fabrikk­unn­ar.

Hofdaturinn svitur10

Tutt­ug­asta og efsta hæðin er rúm­lega 800 fer­metr­ar. Þar er verið að inn­rétta átta svít­ur, fjór­ar hornsvít­ur og fjór­ar minni á milli þeirra. Svít­urn­ar eru 44-65 fer­metr­ar.

Á miðri hæðinni er lyft­u­gang­ur og fyr­ir fram­an hann verður setu­stofa þar sem boðið verður upp á morg­un­verð, áfenga drykki og létt­ar veit­ing­ar. Teikn­ing af setu­stof­unni er sýnd hér á síðunni. Mót­taka verður á hæðinni.

Hefur hvergi séð svona útsýni

Hofdaturinn svitur11

Jó­hann­es Stef­áns­son, eig­andi Múlakaff­is, seg­ir þetta ein­stakt hús­næði fyr­ir lúx­us­hót­el í Reykja­vík.

„Þetta er ein­stakt að því leyti að þetta er síðasta húsið sem verður byggt svona hátt. Það er enda komið bann á fleiri há­hýsi í Reykja­vík.

Ég er bú­inn að fara víða um heim, hef ferðast víða og gist á hót­el­um. Ég hef hvergi komið á hót­el þar sem hægt er að vera með heila svona hæð með 360 gráðu út­sýni. Öll her­berg­in nema eitt munu hafa frístand­andi baðkar. Frá hverju baðher­bergi verður út­sýni yfir borg­ina, eða yfir fjöll­in. Það er líka ein­stakt. Við erum að ræða um fimm stjörnu gist­ingu,“ seg­ir Jó­hann­es

Hofdaturinn svitur 5

Hvert her­bergi mun heita eft­ir fjalli á fjalla­hringn­um. Meðal þeirra verði Vfil­fell, Akra­fjall, Heng­ill, Keil­ir, Esj­an og Snæ­fells­jök­ull. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hann seg­ir hót­elið verða í sama gæðaflokki og gist­ing­una sem hann rek­ur í Úthlíð í Bisk­upstung­um. „Við erum að stíla á lúx­us. Þetta er sami mark­hóp­ur­inn.“

Spurður hvernig hann ætli að sækja viðskipta­vini seg­ir Jó­hann­es að ferðaskrif­stof­ur og kúnn­arn­ir sjálf­ir muni getað pantað gist­ingu. Hót­elið verði auðfundið á net­inu.

Nafni hans, Jó­hann­es Ásbjörns­son, seg­ir þá fé­laga hafa leitað til Ásgeirs Ásgeirs­son­ar hjá Tark arki­tekt­um um hönn­un hót­els­ins

 

Útsýnið er sölupuntur

Hofdaturinn svitur12

Jó­hann­es seg­ir bolt­ann hafa farið að rúlla snemma í haust. Verk­efnið eigi sér því ekki lang­an aðdrag­anda.

Hann seg­ir starfs­menn hót­els­ins munu kynna það fyr­ir gest­um sem fyr­ir augu ber frá 20. hæðinni. Hvert her­bergi muni heita eft­ir fjalli á fjalla­hringn­um. Meðal þeirra verði Vfil­fell, Akra­fjall, Heng­ill, Keil­ir, Esj­an og Snæ­fells­jök­ull. Hægt verði að tengja her­berg­in með því að opna á milli þeirra. Þannig geti gest­ir leigt fleiri en eitt her­bergi og jafn­vel alla hæðina ef svo ber und­ir.

Hann seg­ir aðspurður að svít­urn­ar verði verðlagðar á 150-250 þúsund krón­ur nótt­in, eft­ir stærð.

Tveir starfs­menn verða með fasta viðveru á hót­el­inu all­an sól­ar­hring­inn. Ann­ar sem starfsmaður í mót­töku en hinn sem concier­ge, eða hót­elþjónn, fyr­ir gesti. Tekið er á móti gest­um í bíla­kjall­ar­an­um.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: