Ísland á mikla möguleika í loftslagsmálum

ruv

hugi olafsson

Hugi Ólafsson

Hugi Ólafsson skrifstofustjóri í Umhverfisráðuneytinu ræddi við Spegillinn

Smella á mynd til að heya viðtal

moguleikar loftlagsmalum

 

Svigrúm Íslands í loftslagsmálum er minna en margra vegna þess að vatnsafl og jarðhiti eru notuð til að framleiða rafmagn og til húshitunar. En möguleikarnir eru miklir þegar kemur að rafvæðingu samgangna og bindingu með endurheimt votlendis og uppgræðslu.

Ísland hefur skuldbindið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030, en það er raunar sameiginlegt markmið Evrópusambandsins ríkjanna sem eru 28 talsins og Noregs auk Íslands. Raunar getur verið að enn ríkari kröfur verði gerðar því þessi samdráttur er ekki talinn nægja til að halda meðalhlýnun í heiminum innnan tveggja gráða, en það er yfirlýst markmið samkvæmt niðurstöðum Parísarsamningsins um loftslagsmál sem gerður var í desember. Hugi Ólafsson skrifstofustjóri í Umhverfisráðuneytinu segir að Ísland standi að sumu leyti verr en margar aðrar þjóðir þegar að því kjemur að uppfylla þessar skuldbindingar, en um leið séu möguleikar landsins miklir. Hugi var annar frummælenda á málþingi Landverndar í dag um Parísarsamninginn og stöðu Íslands innan hans.

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: