Er takmarkað eða óstöðugt magn af hitaveituvatni í þínu sumarhúsi ?

gjofull

FORÐAKÚTUR FYRIR HEITT NEYSLUVATN

 

Forðakúturinn gefur aukið magn af heitu neysluvatni með því að byggja upp heitan vatnsforða þegar notkunin er lítil.

Stærð kútsins er 160 lítrar og hentar hann við alla dvalarstaði þar sem takmarkað eða óstöðugt magn af hitaveituvatni er í boði sem er oftast raunin á jaðarveitusvæðum.

Með tengingu við forðakútinn er nýtingin á hitaveitutengingunni hámörkuð og verður vatnsmagnið af heitu vatni til jafns á við kaldavatns rennslið.

Tenging við forðakútinn lágmarkar einnig hættuna á  hitaveitutjónum þar sem allar tengingar á hitaveitu við kútinn eru utanhús.

 

Heimild: Gjöfull Varmagjafi

Fleira áhugavert: